fimmtudagur, 23. júní 2011

Bananabrauð





Bananabrauð er eitt það auðveldasta sem hægt er að baka... I'm telling you the truth.


Hér kemur uppskrift af einu bananabrauði.

Þurrefnin sett í skál 



Stappaðir bananar ... mega vera oggulitir bitar eftir 
Notið helst gamla brúna banana... 
Bakið endilega bananabrauð þegar þið eigið gamla brúna banana :) það er mun skemmtilegra en að henda þeim



Þurrefni, bananar og egg... ekki flókið :) 

Hrært saman með sleif... Gleymdi ég að segja ykkur að þetta er uppskrift fyrir þá sem eiga hvorki handþeytara eða hrærivél 

Sett í smurt mót 

inní miðjan ofn á 180°C í 30-40 mínútur  (fer eftir stærð mótsins...) - mitt er í 35 mínútur 





Uppskrift: 

2 bananar
1/2 bolli sykur
1 bolli hveiti
1 egg
1/2 tsk matarsódi
1/4 tsk salt

Aðferð:
Þurrefnum er blandað í skál
Bananar stappaðir og blandað saman við ásamt 1 stk egg. Hrært saman með sleif þar til allt er blandað saman
sett í smurt form og bakað í 30-40 mínútur á 180°C.

Borðist niðursneytt með engu, með smjöri, með smjöri og osti og jafnvel með kæfu (jább.. þekki einn sem gerir það, síríjöslí)

psst. Ég er farin að gera þessa uppskrift vanalega eina og hálfa eða tvöfalda :)

svo verð ég að segja að þetta er snilldarbrauð til að fara með í útileguna....
Það mylst lítið sem ekkert þetta brauð, það geymist lengi og er alltaf mjúkt og gott
Svo má alltaf rista það dagana á eftir


enjoy  ! 
SHARE:

42 ummæli

  1. Ó gleði! Mig langaði akkurat að gera bananabrauð en þær uppskriftir sem ég hef prófað hingað til hafa ýmist krafist of mikils vesens eða ekki verið nógu góðar.

    Þessi, aftur á móti, er fullkomin. Fá og basic hráefni, fullkomin not fyrir brúnu bananana, fljótleg og gefur unaðslegt brauð - sérstaklega þegar maður skellir crunchy hnetusmjöri á það meðan það er enn heitt. Namm.

    Svo eru líka bónusstig fyrir að þurfa ekki hrærivél. Kemur sér einkar vel fyrir námsmenn í útlegð í útlandinu - sem eru þ.a.l. án alls almennilegs eldhússbúnaðar.

    Muchas gracias!
    Krissa systir Erlu Þóru :)

    SvaraEyða
  2. Jenný4:28 e.h.

    Þetta bananabrauð er snilld- 10 ára sonur minn bakar það án vandkvæða, notar spelt og hrásykur og bætir 70% súkkulaðispæni saman við- hvílík himnasæla! :)

    SvaraEyða
  3. Ég rakst á þessa og hún er æðisleg!
    Ég var að baka tvöfalda uppskrift og átti ekki nema tæpan hálfan bolla af sykri, en ég átti kanilsykur inni í skáp og setti hann á móti.
    Það er fullkomnun!
    Mæli með að þú prófir að nota bara kanilsykur næst þegar þú gerir þessa uppskrift, ég ætla amk að gera það :)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus5:12 f.h.

    Við bökum þetta reglulega í vinnunni þegar bananarnir eru orðnir svo illa útlítandi að engin myndi borða þá. Setjum 50/50 hveiti og heilhveiti og svona 1/3 af sykrinum sem á að fara og það er mjög gott :)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus11:14 e.h.

    Frábær uppskrift Ragna, kærar þakkir var að leita að e-u mjög fljótlegu og einföldu og það stemmir og hún er ekkert smá góð, Kv. Amalía

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus9:16 e.h.

    Sæl
    Takk takk. Var að prófa uppskriftina, brauðið er enn í ofninum, en ég sé að það lyftir sér ekkert. Er það eðlilegt?

    SvaraEyða
  7. Fyrir utan að þetta er fremur lítil uppskrift þá er þetta fullkomið :o)

    SvaraEyða
  8. Mjög góð uppskrift :)

    SvaraEyða
  9. Nafnlaus8:23 e.h.

    Takk fyrir þessa góðu uppskrift! Ég þeyti eggin (tvöfalda uppskriftina alltaf) mjög lengi þangað til þau eru orðin vel freyðandi og létt. Mér finnst brauðið verða mun léttara þannig. Svo sleppi ég reyndar alveg sykrinum, bananarnir eru alveg nógu sætir þykir mér, sérstaklega ef þeir eru orðnir ofþroskaðir :).

    Kær kveðja
    Bryndís

    SvaraEyða
  10. Þrusugótt banana brauð bakaði einfalda en er að gera tvöfalda

    SvaraEyða
  11. Nafnlaus3:19 e.h.

    Ég fann þessa uppskrift um daginn og ji minn eini hún er ótrúlega góð og ég er að fara að gera brauð núna í fjórða skiptið á tveim vikum. Ég prófaði eftir að ein hérna að ofan sagðist hafa notað kanilsykur að skella smá kanil í og úfff bara æðislegt.

    Takk fyrir
    Erna

    p.s ef ég er að leita að uppskrift á netinu og síðan þín kemur upp með þessa uppskrift þá nota ég hana og hef ekki orðið fyrir vonbrigðum með neitt á síðunni þinni :)

    SvaraEyða
  12. Nafnlaus7:15 e.h.

    sæl, mig langar að spyrja hvað ég se að gera vittlaust ég gerði 2 falda uppskrift og var með 2 form skipti niðrí þau og hvort um sig er ekki nema 1,5 cm á hæð..? og var í ofni í 33 mín.. ? :/

    SvaraEyða
    Svör
    1. Mér finnst líklegast að formin sem þú notar seu og stór. Formin mín eru á stærð við álformin sem fást í öllum elstu búðum og því minni en sum form sem hægt er að fá

      Eyða
  13. Nafnlaus2:24 e.h.

    HEHE ok takk takk prufa þau :)

    SvaraEyða
  14. Nafnlaus10:09 f.h.

    kjellan reif í sig eitt stykki bananabrauð og rúllaði inn í helgina með einum ííísköldum á kentinum !
    takk fyrir þessa ÆÐISLEGU uppskrift, chow!

    SvaraEyða
  15. Nafnlaus10:13 f.h.

    svaga got bröð, myg lángar í meir ætla að búa til meir bröð.
    eki svona got bröð í poland.

    SvaraEyða
  16. Nafnlaus2:27 f.h.

    Er ekki lyftiduft? hvað veldur lyftingnum?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Egggin lyfta en ég set alltaf smá lyftiduft. Góð og einf0ld uppskrift, Þægilegt að hafa bara bollamál. Set sesamfræ ofaná ;-)

      Eyða
  17. Þessi var svo sannarlega einföld og góð:)

    SvaraEyða
  18. Nafnlaus1:43 e.h.

    störe var bara rolling han sóló í vikunni. NÆS. Fór í ræktina að pumpa og ná í kellingar. Menn kalla mig honeybear AKA ástarmaskínuna.OKEI. Hey störe var að leita að góðum pimpin lögum og rakst á þessa goodshit banabrauðsuppskrift. Ætla bara að þakka fyrir störa.#PEPPOUT

    SvaraEyða
  19. ég setti hrásykur í staðin fyrir sykurinn, heilhveiti í staðin fyrir hveitið, hafsalt fyrir saltið og svo setti ég vínsteinslyftiduft í staðin fyrir matarsódan....
    fannst einhvernveginn að það stæði lyftiduft en ekki matarsódi....
    það kom samt vel út og var gómsætt.... mér fannst samt vera heldur lítið af banana í þessu svo ég er að spá í að setja 3 banana næst ;)
    en ég mæli samt hiklaust með þessarri uppskrift...
    einföld og góð, og rosalega auðvelt að "hollusta" hana upp ;)
    takk kærlega fyrir mig ;)

    SvaraEyða
  20. Sæl og blessuð,

    Já þetta brauð er bæði einfalt og perfekt. Smellti smá olíu, rjómaslettu og vanillu í deigið og stappaði bananana með pínu sítrónusafa. Hrærði bara pínupons svo brauðið yrði mjúkt og ljúft. Æðisleg stökk skorpa. Takk!

    SvaraEyða
  21. Nafnlaus10:18 e.h.

    Algjör snilld þetta bananabrauð þitt! Er búin að gera það nokkrum sinnum og það hefur aldrei klikkað. Set alltaf smá kanil en seinustu tvo skipti sett súkkulaðibita.
    Hef reyndar aldrei sett saltið.
    Virkaði líka vel fyrir veika vinkonu sem var veik og gat ekki haldið neinu niðri. Þannig plús á það.
    takk fyrir!

    SvaraEyða
  22. Nafnlaus3:42 e.h.

    Eg gerði einfalda en eg setti i tvöform og skypti jafnt það hækkar ekkert hvað á að gera þá

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þessi uppskrift er fyrir bananabraut í 1 form. Það er örugglega allt of lítið í forminu og þessvegna virðist þetta ekki lyfta sér næginlega.

      Eyða
  23. Nafnlaus2:59 f.h.

    Við bætum engiferi í okkar brauð, smell virkar líka eins og kanillinn :>

    SvaraEyða
  24. Nafnlaus8:01 e.h.

    Takk fyrir frábæra (og ofur-einfalda) uppskrift. Töfra þetta fram þegar ég vill gleðja konu og barn :)

    SvaraEyða
  25. Mér fannst ég vera skyldug til að skilja eftir comment hér, vegna þess að ég stend mig að verki koma reglulega hingað inn í leit að þessari uppskrift. Ég skil í raun og veru ekki af hverju ég er ekki búin að læra hana utanað :) Það tekur svo stuttan tíma að gera þetta bananabrauð að maður er varla búinn að snúa sér við og þá er það tilbúið. Takk!

    SvaraEyða
  26. Algjör snilld þetta bananabrauð, bæði rosalega gott og OFUR einfalt :) Útbjó um daginn þurrefnin í þetta brauð í 5 poka til að eiga í bústaðnum. Svo þegar koma gestir þá bara stappar maður tvo banana og eitt egg útí og svo einn poki....vola....ljúffengt bananabrauð :) Set hálfa teskeið af kanil og svo prófaði ég að henda með einni kúfaðri matskeið af nútella.....það var líka gott :)

    Takk fyrir mig og mína :)

    SvaraEyða
  27. Besta brauðið! Það gert það núna 3x nýlega! Lovit! Set þau í silikon muffins form og svo gott að grípa með sér

    SvaraEyða
  28. Hæ og takk fyrir frábæra uppskrift! Hrikalega einfalt :) Þar sem ég borða ekki sykur (en nota önnur sætuefni) setti ég 4 dropa af stevia og 1 msk hunang. Þetta varð mega mjúkt og gómsætt :)

    SvaraEyða
  29. Segi sama og svo margar hér að ofan! Alltaf reglulega að googla rögnu bananabrauði. Snilldin einar. Núna setti ég einmitt hrásykur, eða kókossykur, stappaði banana uppúr smá sítrónu og setti auka vanillu. Já og sleppi oft egginu, alveg eins gott.

    SvaraEyða
  30. Nafnlaus3:35 e.h.

    Þetta er besta bananabrauð sem ég hef smakkað

    SvaraEyða
  31. Nafnlaus9:26 f.h.

    Notarðu blástur ?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Nafnlaus9:03 e.h.

      nei ég geri það ekki en það má.
      Kveðja
      Ragna.is

      Eyða
  32. Nafnlaus3:27 e.h.

    Þetta er brauð sem ég geri bara aftur og aftur, best að nota álformin litlu þau passa svo vel fyrir uppskriftina kærar þakkir Ragna

    SvaraEyða
  33. Perla Róbertsdóttir2:00 e.h.

    Þetta er besta bananabrauð í heimi geri þessa pottþétt aftur því hún er rosa einföld 🫶🏻😊

    SvaraEyða
  34. Nafnlaus8:29 e.h.

    Svo vinsælt á mínu heimili. Gruna heimilismeðlimi um að borða ekki bananana sem ég kaupi bara til að fá bananabrauð ;) Mjög einfalt og fljótlegt! Hef sett smá haframjöl með og kanil (og minnkað sykurinn) og alltaf jafn gott.

    SvaraEyða
  35. Nafnlaus9:36 e.h.

    Besta bananabrauðið🥰

    SvaraEyða
  36. Nafnlaus10:47 f.h.

    Lang besta brauðið

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig