þriðjudagur, 8. mars 2011

Volg eplakaka - frábær fyrir saumaklúbbinn



Mjög auðveld kaka, fljótleg og þarf ekki að eiga mikið í skápunum til að gera hana.

Ég prufaði að setja kökuna í kringlótt smelluform en eftir á að hyggja þá hefði hún verið lang fallegust í eldföstu móti og hver og einn fái að taka sína sneið úr með skeið eða hníf og einhverju öðru áhaldi.
Hvað varðar bragðið þá skiptir ekki máli í hvernig formi kakan er bökuð eða á hverju hún er borin fram.
Það sem skiptir máli að hún bragðist eins og vanilla og sæt epli og það gerir hún sko sannarlega!

Miðjan er blaut vegna safans í eplunum og kakan fellur örlítið saman eftir að hún kemur úr ofninum. Endarnir eru meira krispí og setja punktinn yfir i-ið


Setjið egg og sykur saman í skál


Þeytið saman með handþeytara eða í hrærivél. Ef þið hafið ekkert annað en písk og skál... go ahead ! ;)



Þeytið í 3-4 mínútur



Eða þar til þetta er farið að hanga svoldið saman og orðið ljóst og létt
Skrælið 3 epli og skerið í bita



Bræðið smjörið





Hér er síðan öllu helt saman útí sykur-eggja hræruna. 
Þ.e. hveiti, vanilludropum, lyftidufti og bráðnu smjöri. 


Hrært rólega saman þar til degið er slétt og fínt og engir kekkir í því


Eplum hrært saman við deigið


deigið sett í smurt form. Kringlótt, ferkanntað, mörg lítil eða eldfast mót... þið ráðið :)


Bakað í miðjum ofni í 40-60 mínútur eða þar til kakan er orðin gullin að ofan og hristist ekki í miðjunni ef þið sláið í hana. Ath að hún verður alltaf blaut i miðjunni vegna eplanna





Njótið kökunnar heitrar með rjóma ! 


Uppskrift: 

175 gr sykur
2 egg
115 gr smjör
75 hveiti 
2 tsk vanillu extract dropar 
2 tsk lyftiduft
3 epli, græn eða rauð. 

Bakist í miðjum ofni við 170°C þar til tilbúin eða í um 40-60 mínútur.



Skemmtilegast við þessa köku er þetta æðislega vanillubragð og hvað eplin eru góð svona mjúk og heit. 
Ég er einnig afskaplega hrifin af því að það sé enginn kanill í henni en epli + kanill er orðið svo klassískt að maður er til í að breyta út af vananum

Update:
Kakan er ennþá drullugóð köld! (afsakið orðbragðið)


SHARE:

8 ummæli

  1. Nafnlaus5:26 e.h.

    Þetta lítur úr fyrir að vera svo einfalt að meira segja eldhúsdummy eins og ég ætti að geta þetta! Ætla að testa þetta þetta fljótlega.. :)

    Alltaf gaman að kíkja á bloggið hjá þér..

    Sigríður Árnadóttir

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus7:07 e.h.

    ekkert smá girnilegt hjá þér Ragna!! erum við að tala um flórsykur ofan á kökuna í endann eða hvað??

    Kolla

    SvaraEyða
  3. já.. sigtaði flórsykur yfir

    SvaraEyða
  4. Þessi kaka er æði,takk fyrir að deila ;)

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus6:26 e.h.

    Búin að nota þessa uppskrift tvisvar (notaði elfast fat) og kakan var í bæði skiptin etin upp til agna á skammri stundu. Var að átta mig á höfundinum...
    Kristín Marín Siggeirsdóttir frá Holti

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus1:10 e.h.

    Þessi eplakaka er frábær! Létt og mjúk, og vanillubragðið er "to die for" :-)
    ...og svo er mjög auðvelt að búa hana til. Frábær uppskrift. Takk takk!

    SvaraEyða
  7. Er hægt að notast við vanilludropa? Þà í sama magni eða? Eða vanillusykur?

    SvaraEyða
    Svör
    1. Þér er vel óhætt að nota vanilludropa, en ég myndi ekki setja vanillusykurinn. Þú nærð illa þessu vanillubragði með honum sem sóst er eftir í þessari köku. Engu að síður, ef ekkert annað væri til nema vanillusykur þá myndi ég nota hann :)

      Eyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig