Á endanum ákvað ég að baka klassíska sjónvarpsköku sem ég deili nú með ykkur
Uppskriftin smellpassar í skúffukökuformin með plastlokunum sem fást orðið út um allan bæ og líta meðal annars svona út :
þeytið egg og sykur saman |
sigtið þurrefnin útí |
ég klára vanalega að blanda deigið saman bara svona :) |
þykkt og fínt :) |
brætt smjör og mjólk sett útí |
þunnt og frekar skrítið ? |
Sett í form |
kókosmjölsblandan útbúin |
kakan tekin út þegar hún er tilbúin |
kókosmjölsblöndunni dreift yfir með fingrunum (ef hún er ekki of heit, annars er gott að nota hníf) |
bakað aftur |
Uppskrift:
4 egg
300 gr sykur
1 tsk vanilluextract
250 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
2 dl mjólk
50 gr smjör
Aðferð:
-Egg og sykur þeytt saman þar til létt og ljóst, vanilluextract hrært saman við
-Þurrefni sigtuð saman við (nokkuð mikilvægt að vippa fram sigtinu í svona köku) og svo hrært þar til allt er blandað
-Smjör og mjólk er hitað þar til að smjörið fer að bráðna og svo hrært aðeins í svo að það leysist að lokum alveg uppí mjólkinni
-mjólkur og smjörblöndunni hellt út í deigið og hrært þar til allt er vel blandað saman.
-Hellt í vel smurt skúffukökumót (Ath, hér hugsa ég vanalega... SJITT þetta er þunnt deig, en þannig á það að vera)
-Bakað við 180°C í ca 30-40 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í kökuna kemur hreinn út og kakan er farin að losa sig frá hliðunum, hún er þá tekin út og kókosblöndandan er sett ofan á í smá skömmtm og dreift vel út um alla kökuna. Kakan er svo sett aftur inn í 5 mínútur og að lokum tekin út, látin kólna og svo étin með bestu lyst :)
Ofaná kökuna:
100 gr smjör
150 gr kókosmjöl
200 gr púðursykur
1/2 dl mjólk (þarf stundum að bæta aðeins meira við)
Aðferð:
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 2 mínútur. Sett ofan á kökuna þegar hún er tilbúin og bökuð svo í 5 mínútur lengur
p.s.
Allir ofnar eru mismunandi. Það er því alltaf best að fylgjast vel með kökunum og taka þær frekar út þegar þær eru tilbúnar en ekki hengja sig á tímann sem sagt er að það taki að baka hana.
Að vísu eru allir óöruggir þegar þeir eru að byrja bakstursferilinn að átta sig á því hvenær kakan er tilbúin og hvenær hún þarf að vera 5-10 mín lengur inni.
Almenna reglan er þó sú að komi prjónninn hreinn út, þ.e. ekki með deigklessur á sér og kakan dúar ekki þegar þú bankar ofan á hana + að hún er farin að losa sig frá hliðunum á forminu þá er hún tilbúin.
með kveðju
Ragna
ohh mig langar að þekkja þig :) alltaf jafn gaman að kíkja inná þessa síðu, þú ert ofur :)
SvaraEyðakv. Jóhanna
Ég hef aldrei verið sérstakur aðdáandi sjónvarpsköku og þ.a.l. aldrei bakað hana áður. Var að prófa þessa uppskrift og hún er hrikalega góð - ekki svona greasy og ógeðsleg eins og mér finnst þær oft vera.
SvaraEyðaStóðst ekki mátið og smakkaði smá á kökunni sjálfri áður en ég skellti kókosgumsinu á og hún er líka delicious. Pottþétt hægt að nota hana í fullt annað en 'bara' sjónvarpsköku. Unaður! Þessi verður klárlega gerð aftur!
Og by the by, kúdós fyrir síðunni og nennunni sem fer í að halda henni úti (og taka myndir af öllum skrefum matargerðarinnar/bakstursins). Æði :)
Krissa Erlu Þórusystir
þessi kom upp þegar ég googlaði, bakaði hana með sunnudagskaffinu, mjög góð.
SvaraEyðaTakk :)
SvaraEyðaVar að baka þessa köku núna og kókos-gumsið dugaði ekki, tvöfalda það næst :)
SvaraEyðaJahérna hér! það er svo ríflega mikið þegar ég baka kökuna. Það er líklegast að þú sért að nota stærra form en ég
EyðaGeggjuð
EyðaGeggjuð
EyðaFrábær uppskrift, dásamlega góð. Þessi botn er unaður. Og kakan er alveg nákvæmlega eins á bragðið og þegar ég var lítil (á áttunda áratugnum, sko) og þetta var vinsælasta "kvöldkaffið". Góðar minningar um góða köku, ég er búin að leita lengi að góðri uppskrift en aldrei ánægð fyrr en núna.
EyðaBestu þakkir!
æðisleg sjónvarpskaka =)
SvaraEyðaég reyndar notaði rjóma í gumsið ofaná það er klikkað gott =)
EyðaHvað er formið stórt í cm?
SvaraEyða