föstudagur, 21. janúar 2011

Sending frá Bretlandi

Ég fylgist reglulega með systrunum Nic og Sam sem búa í Norfolk í Bretlandi (áður bjuggu þær í London). 
Þær eru förðunarfræðingar og starfa við það einungis. M.a. málaði Nic módel á London fashion week og svo taka þær að sér photoshoots inná milli verkefna. 

Þær eru með afar skemmtileg youtube síðu sem ég fylgist orðið mjög reglulega með 
www.youtube.com/pixiwoo  og það má með sanni segja að þessi síða er orðin mjög fræg um heim allan. 

Á henni sýna þær hinar og þessar förðunaraðferðir ásamt því sem þær taka stundum stjörnurnar fyrir og herma eftir þeirra förðun eins og t.d. Cheryl Cole, Kim Kardashian og Pamela Anderson. 

Endilega kíkiði á síðuna :)


bloggið þeirra er svo 


Þær hafa verið með nokkra vefþætti þar sem þær nota Sleek Make-up en það er breskt merki með að þeirra sögn mjög góðum augnskuggum og gott úrval af litum og pallettum. Síðan fyrir jól hefur mig langað að panta mér frá þeim og lét loks verða af því um daginn og fékk i dag. Þvílík hamingja :) 
Þar sem ég var hvort sem er að fara að borga sendingarkostnað þá ákvað ég að panta mér 3 pallettur og einn contour skugga sem notaður er til að skerpa línur í andlitinu. 

Þessar pallettur keypti ég : 

Storm I-Divine 

Acid I-divine 


Original I-divine 


Samtals 38 augnskuggar auk Face contour sem er svona : 


og borið á svona:



Interesting !!! :)

heim komið, með sköttum og öllu var þetta 8800 kr sem er nú ekki mikið... miðað við hvað einn augnskuggi kostar í MAC eða Make up store :)


Svo gat ég auðvitað ekki BEÐIÐ Með að prufa eftir að ég kom heim 

hér er svona klassískt Rögnu make up look. Svona er ég örugglega flesta daga vikunnar meira eða minna. Þetta er samt í mesta lagi fyrir day-wear. 
Eyelinerinn er metalic brown frá Golden Rose. Uppáhalds eyelinerinn



Hér bætti ég við gulum (sem verður að lime grænum) lit við í augnkrókinn... Gerir alveg wonders fyrir þetta make-up og maður gæti skellt sér út á lífið med det samme ! :)




Ekki mætti samt gleyma gerviaugnhárunum :) 
pantaði mér 20 stk af ebay sem kostuðu hingað komin 1400 kr. Sem-er-ekki-neitt!
út á pósthúsi býður mín svo önnur sending af augnhárum.. 20 stk eining minnir mig. 
Á eftir að skoða þau og bera þau svo saman :)


Vona að þetta blogg komi ekki illa við ykkur lesendur góðir :) Lofa uppskrift af massagóðri gulrótarköku um  helgina ! :)






















SHARE:

6 ummæli

  1. 8800 - með sköttum og öllum gjöldum? Ertu viss um að þú hafi ekki gleymt neinu?
    Þá er þetta MIKLU betra verð en á sambærilegum vörum hérna!

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus4:03 e.h.

    ohh þúrrt svo sniðug!

    Ég bjóst við einhverri sky high upphæð miðað við það sem þú keyptir en, 8.800 kr er ekkert fyrir þetta allt!!

    Kv,
    Helena

    SvaraEyða
  3. Jú ég er alveg viss með verðið... Ég reyndar held að þetta gæti verið aðeins nær 9000.
    Vörurnar úti + sendingarkostnaður var 32 pund ~ 6000 skv Arion Banka
    Svo borgaði ég 2800 kr í tollkostnað.

    En það má reikna með að VISA gengið sé hærra en Arion banki sýnir.svo kannski er þetta um 9000. ég er samt alveg sátt...

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:33 e.h.

    Vá geggjað :) og fyrir engan pening.... :)

    Hildur

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus12:59 f.h.

    Af hvaða síðu pantaðiru sleek dótið? :)

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig