laugardagur, 8. janúar 2011

Naan brauð



Frábært naan brauð. Mjúkt, rosalega bragðgott og slær alltaf í gegn í matarboðum ! 

Frábært með ýmiskonar mat. Sérstaklega með indverskum mat auðvitað. Ég hef aðeins verið að fikta mig áfram við að gera indverskan mat frá grunni en það eru heilmikil vísindi bak við það og mjög tímafrekt. Einnig þarf að kaupa heilan helling af kryddum til að koma sér upp þessum helstu grunntegundum. 
Ég keypti í sumar útí tyrklandi fullt af kryddi og fræjum sem svo mikið er notað í indverskum réttum og hef verið að æfa mig hérna heima. So far, so good! 

í kvöld hafði ég samt ekki löngun né tíma til að standa í einhverjum stórræðum. Bakaði vöfflur með kaffinu þegar ég vaknaði eftir næturvaktina og við fengum gesti í kaffi.
Því var bara steiktur kjúklingur á pönnu, hellt Butter Chicken sósu úr krukku útá og soðin hrísgrjón með

Mesti tíminn fór sjálfsagt í að gera naan brauðið. Þ.e. það þarf að lyfta sér í ca klst. 





Uppskrift: 
fyrir um 6 þegar naan brauðið er borðað með mat. 

1 pakki þurrger
1.5 bollar volgt vatn (í heitari kantinum, en alls ekki HEITT vatn, meira vatn ef þarf) 
1/4 bolli sykur
ca 4 1/2  bollar hveiti (helst brauðhveiti, þetta Bláa frá Kornax - ekki nauðsynlegt þó)
2 tsk salt 
5 matskeiðar mjólk
1 egg 



aðferð: 
-Setjið 1 bolla volgt vatn í skál og stráið þurrgeri yfir. Látið standa i ca 10 mín þar til gerið hefur leyst upp og farið að freyða aðeins.
-Setjið öll þurrefni í skál og hellið blautefnum samanvið. Hnoðið saman í höndunum eða í hrærivél í ca 6 mínútur, notið auka hveitið (1/2 bollann)  til að ná réttri áferð á deginu. Deigið á ekki að vera mjög klístrað en alls ekki setja of mikið hveiti í. 
-deigið er látið lyfta sér í skál í ca klst og þá tekið úr skálinni, hnoðað létt og mótað í stóra rúllu á hveitistráðu borði. 
-Þegar elda-steikja á brauðið. Hitið stóra pönnu á hæsta hita þar til alveg heit. Takið þá búta af deiginu og fletjið út í flatar þunnar kökur í höndunum og steikið á pönnunni. Snúið við þegar brauðið er orðið dökkt á hliðunum. 
- Trikk !!! grillið brauðið á grillinu ykkar um sumar... Skelltið flötum kökum á mjög heitt grill og snúið þegar það verður brúnt. Ef það eru 2 brennarar á grillinu. Slökkið þá undir kökunum þegar sú fyrsta fer á og látið hinn/eða hina brennarana sjá um að hita upp grillið. Lokið grillinu á milli 
-Takið brauðið af þegar það er tilbuið og látið á bakka eða grind. 

Hægt er að borða naan brauðið svona eins og það kemur af pönnunni en ég set alltaf hvítlaukssmjör á það.

Geri hvítlaukssmjörið svona:
100 gr smjör
1 hvítlauksrif 
1/2 tsk salt 
steinselja eftir smekk, þurrkuð eða fersk
Hitað í örbylgju eða potti þar til smjörið er bráðnað og svo er því penslað yfir brauðið þegar það er nýkomið af pönnunni

mér finnst nauðsynlegt að að hita hvítlaukinn í smjörinu til að mýkja aðeins bragðið af honum.





ég mana ykkur að prufa þetta bráðum :) 


smá auka punktur:
ef ykkur finnst þetta of mikið deig og þurfið ekki að nota það allt, ekki henda því. Finnið skál, setjið aðeins matarolíu innan í hana, deigið þar ofaná, veltið uppúr matarfilmunni og setjið matarfilmu yfir. 
Geymið svo deigið inní ísskáp þar til þið viljið nota það aftur. Takið það ca 1-2 klst fyrr úr kæli til að það nái úr sér mesta kuldanum.
Tilvalið að redda sér með svona deigi og gera pizzu. Ekki hið fullkomna pizzadeig en deig altså. 
Passið ykkur á því að hafa skálina ekki of litla þar sem deigið mun halda áfram að lyfta sér í ísskápnum, svona til að forða ykkur frá því að þurfa að skafa deigið upp af hillunni í ísskápnum :) 






SHARE:

6 ummæli

  1. Nafnlaus12:30 e.h.

    Alveg geggjað brauð, sló í gegn í matarboðinu bæði hjá ungum og öldnum. Kveðja, Guðný Hjúkka

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:35 e.h.

    MMMM þetta er svoo gott!

    Er orðin FAN af síðunni þinni hehe :)

    Hildur

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus5:20 e.h.

    Geggjuð brauð! Það sem ég geri er að setja rifinn ost inn í brauðin, mæli með því :)

    SvaraEyða
  4. Ég var að gera þetta brauð núna. Er með eina spurningu:)
    Ég setti allt samkvæmt uppskriftinni en ég er að nota gróft spelti.
    Og þetta var bara eins og leðja. Var komin uppí 6 bolla af spelti en samt er deigið mjööööög klístrað. Endaði á 7 bollum af hveiti og þá var hægt að hnoða það en samt mjög klístrað.
    Get ég verið að gera eitthvað vitlaust?
    Setti heitt vatn 2 bolla í skál, gerið yfir og það varð að froðu.
    Blandaði 4 bollum af spelti, 2 tsk salt,1/4 bolli sykur,1 egg og 3 msk mjólk við og þetta varð bara ein leðja:(

    -Rósa

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus4:47 e.h.

    Hæhæ. Ég hef líka lennt í þessu með að deigið verði eins og leðja. Það er smá misræmi í uppskriftinni. Stendur 2 bollar vatn í uppskriftinni en 1 bolli í textanum. 2 bollar er s.s. of mikið, það er eins og tvöföld uppskrift.
    Kv. María Ósk.

    SvaraEyða
  6. Nafnlaus4:17 e.h.

    Takk kærlega fyrir uppskriftina. Þetta brauð er búið að slá í gegn hjá allri fjölskyldunni.

    kveðja
    Ellen

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig