föstudagur, 10. apríl 2009

gleymdi blogginu...

Já alveg steingleymdi að blogga...

Það er líka búið að vera alveg insanely mikið að gera síðan þarsíðasta þriðjudag

eins og ..

í síðustu viku þurfi ég að skrifa 2 verkefni, verða veik, undirbúa og plana óvissuferð, vinna, vera í fullu verknámi, tala á aðalfundi curator og segja af mér sem Gjaldkeri hjfr nema félagsins, fara svo í óvissuferð, Syngja með ónefndu trúbbabandi með Agli á föst kvöld og svo var Brunch hjá mattý á laugardaginn. Viðar kom svo í bæinn á laugardeginum og var setið frameftir það kvöld og spjallað þar sem að nokkrir gestir kíktu við.

Viðar og ég fórum svo norður á sunnudeginum til að pakka niður og þrífa íbúðina hans viðars. Hentum svo öllu í flutningarbíl á þriðjudeginum eftir allan hamaganginn og keyrðum í loftköstum suður til að taka á móti búslóðinni. Henni var hent upp í íbúð og hafist handa við að raða. Lítill tími hefur samt fundist í að klára það verk því að ég fór að vinna daginn eftir og á fimmtudeginum fórum við á Klaustur í fermingu uppá Hunkubökkum hjá henni Pálu Katrínu.

já og við erum ennþá í Vík

sem er ágætt... þá pirra kassarnir heima í stubbaseli okkur ekki :)

Þorbjörg engill reddaði mér hárlit og hártopps klippingu kl 9 í morgun og ég var að þvo litinn úr hérna heima... þvílíkur MUNUR .... :) ég er allavegana með páskalitinn í hárinu ;)
hafið það nú fínt um páskana og borðið nóg af súkkulaði !
SHARE:

2 ummæli

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig