fékk alveg nóg af letilífi og áti og fór í skokktúr með Jobba...uppskar þar svita og hælsæri sem blæddi síðan svo rosalega úr að skórnir þurfa að fara í þvottavélina... næs... :)
Grey Jobbi fór svo beint úr skokktúrnum og uppeldismeðferð í göngutúr með mömmu og pabba og liggur hann flatur fyrir núna.. :)
kl 3 var haldinn körfuboltaleikur til styrktar Ljósinu sem Jón Þór hefur verið að sækja núna vegna heilaæxlis sem hann er með. 180 þúsund söfnuðust og leikurinn var hinn skemmtilegasti... 30 ára og eldri á móti 30 ára og yngri. Dómarinn átti það til að dæma eins og honum datt í hug og stal boltanum sjálfur og skaut... vítaskotin voru tekin með undarlegri stigagjöf.. :)
eitthvað hefur kvisast út að fólk ætli að kíkja út á lífið í kvöld og ég held að ég láti það ekki líða án þess að kíkja eitthvað út á lífið líka. Það er nú ekki svo mikið að gera hérna í Víkinni :)
Áááiii! Þú færð heilandi knús í huganum frá mér vegna hælsæris. Kraftur í þér að skokka svona.. ég skokka í huganum enn sem komið er því átveislunni er ekki alveg lokið. En eftir áramót SKAL verða tekið á því.
SvaraEyðaKv. Solveig