sunnudagur, 6. apríl 2008

helgarrapport

Dagurinn byrjaði á þynnku sem kom mér örlítið á óvart enda ætlaði ég EKKI að enda í fjöri niðrí bæ á föstudeginum eins og það svo endaði... og það á stöðum sem ég er ekki vanalega á... Dillon, Barinn og Kaffibarinn..?  Það var samt rosalega gaman þar og margur maðurinn sem gaf drykki hist og her svo að þannig endaði eins og fór.. Ég fór hikstandi heim ! 

Þegar heilsan skánaði aðeins þurfti ég að fara að finna mig til því að Óvissuferð Curator og vildi endilega krulla mig... Þar sem að það er ANSI erfitt að krulla hnakkann þá fékk ég hann bróður minn.. já... hann ÞRÁINN í það starf... Rosalega stóð hann sig vel, þrátt fyrir að hann hafi staðið þarna og varla trúað því að hann væri virkilega að gera þetta... Á meðan ég stóð í svimaköstum vegna heilsuleysis krullaði hann hnakkann ... :)

Jæja...
Hjúkkunemarnir hittust eins sætar og mögulegt er uppí Eirbergi og þar var haldinn aðalfundur Curator yfir fyrsta bjórnum...

Kosið var í stjórn Curator og endaði það með því þessum úrslitum..

Formaður : Eva
Varaformaður : Kolla
Ritari: Geirný
Gjaldkeri: Ragna Björg
Meðstjórnendur: Tinna Dröfn
Unnur
Ingibjörg Þuríður

Spennandi námsár í vændum þar sem að það verður ENN meira að gera en vanalega :) 
en já.. . hvað gerðum við svo...okkur var skipað í lið og um úlnliðinn fengum við marglituð pakkabönd til að skilgreina liðin. Því næst var liðunum smalað út í rútu og liðin látin sitja saman. Þar byrjaði fyrsti leikurinn...Að í hvert sinn sem "Gullvagninn" með Bó Halldórs var spilaður þá áttu liðin að skipta um sæti innbyrðis... og ekki mátti setjast í sætið sem var hliðina á manni... Sá sem síðastur var að setjast fékk 20 mL af Ópal skotið uppí sig með Sprautu. 

Eftir að hafa ruglað fyrir okkur með hvert förinni var heitið með því að keyra í hringi í höfuðborginni á meðan Gullvagninn var spilaður óspart og bjórinn látinn ganga. Fyrsta stopp var svo á Klambratúni/Miklatúni þar sem farið var í drykkjuboðhlaup... þar sem  liðin þurftu í sameiningu að drekka 4 bjóra, slatta af jello-shots og ópal í sprautu...

Jæja...
Næsta stopp var hjá hallgrímskirkju þar sem allir voru látnir klæða sig í búninga og dót, hvert lið fékk svo eitt lag til að æfa sig á á leiðinni niður til MR og á leiðinni áttu liðin að leiðast og leita að földum bjórum sem Kolla og Eva höfðu pakkað inn og földu rétt áður en við gengum af stað. Það voru því ófáar myndirnar teknar af hópunum af hissa túristum þegar við, eldspræk, gengum í halarófu, syngjandi hástöfum og hlaupandi eftir bjórum sem fundust hér og þar. . . 

Fyrir framan MR voru svo söngatriði frá hverjum hóp og tómir bjórar taldir... 
Eftir enn meiri rúnt um Reykjavík með Gullvagninn spilaðan í þriðja hverju lagi var endað í Sal niðri í Sóltúni þar sem við tók Nornaseyði og bjór... Kvikmyndagetraun var þar og úrslit kynnt úr leikjum...

Krýndur var að lokum Vísindaferðameistari 2007-8 og það var engin önnur en ÉG ... já, þvílíkur heiður 

Kvöldið endaði svo Kjartan trúbador sem ég tók lagið með, dansi og söng þarna í salnum þar til fólk týndist svo í bæinn og tvístraðist hópurinn hingað og þangað. Sjálf fór ég fyrst á Smíðaverkstæðið... svo fór ég á Celtic Cross og endaði á Apótekinu þar sem ég týndi þeim sem ég var með en fann þess í stað Boga og Halldór, stráka sem ég kynntist fyrir mörgum árum, Guðrúnu Maríu og Steinar og Katrínu og Guðrúnu... Ég var því alls ekki ein þarna þó ég væri týnd... :)

frábært kvöld

myndir eru  HÉR
SHARE:

2 ummæli

  1. Nafnlaus10:32 e.h.

    takk fyrir föstudagskvöldið

    við verðum eiginlega að endurtaka þetta pöbbarölt seinna.. dillon,barinn,kaffibarinn-hringurinn klikkar sjaldan ;)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus9:46 f.h.

    hehe Þráinn er bara helv... efnilegur við hárgreiðsluna ;) Ætlar hann kannski að leggja þetta bara fyrir sig? hehe...

    SvaraEyða

Ragna.is er matarbloggsíða með sniðugum og auðveldum uppskriftum að gómsætum kökum, mat, meðlæti, brauðum, súpum og fleira.
Myndir fylgja flestum uppskriftum :)

Blog Design Created by pipdig