Vaknaði eftir fáránlega lítin svefn á föstudagsmorguninn til þess að skella í mig linsunum, hoppa í sturtu, þurrka og slétta hárið og reyna að finna jákvæðni og góða skapið því að stelpurnar voru á leiðinni til mín og förinni var heitið á Akureyri með Hjúkrunarfræðideildinni okkar.
Planið var svo að hittast allar um 10 við KFC í Mosó þar sem leikstjórnendur ætluðu að láta okkur hafa umslag nr 1 í leiknum sem við áttum að leysa á leiðinni. Auk þess sem að við fengum kórónur eins og sjást á myndunum til þess að flokka niður liðin og gera okkur svoldið eftirtektarverðar, sem tókst svo vel að við hittum fólk á leiðinni heim á sunnudeginum sem hafði séð okkur á föstudeginum á leiðinni norður... haha... allsstaðar vorum við líka spurðar um hvað við værum að gera. Við vorum ekki byrjaðar að drekka samt. En höfðum gaman að þessu.
í 1. umslaginu stóð að við ættum að finna ljóta þrífætta kind og taka mynd af henni, og gera góðverk... hópurinn okkar stóð sig ágætlega, Keyrðum uppað bóndabæ þar sem ég sagði að væri fjárhús ( að húsið væri allavegana ekki fjós eða hesthús) og bönkuðum uppá. Planið var að fá að fara í fjárhúsið og taka magnaðar myndir af ljótum kindum. Planið breyttist samt um leið og við sáum FORLJÓTAN hrútshaus uppá vegg hjá manninum og eins og Íris sagði við manninn "þetta er örugglega ljótasta kind sem ég hef áður séð" haha... hvaða líkur voru á að þessi uppstoppaði hrútshaus væri nú ekki örugglega bara vinningshrúturinn í Sýslunni? haha.. en jæja. Við fengum að rífa hausinn af veggnum og kyssa hann á meðan bóndinn myndaði okkur bak og fyrir og hafði mjög gaman af :)
Góðverkið var það að Við ætluðum að finna gamlan mann að dæla bensíni og hjálpa honum við það. Það var samt sama hvað við leituðum af gamla kallinum þá fannst hann ekki á öllum þeim sjoppum sem við stoppuðum á á leiðinni og þess vegna endaði það að ég tók til af borðum í Staðarskála, það var kannski ekki mikið góðverk en góðverk þó ;)
í Umslagi 2 sem við fengum í Staðarskála stóð að við ættum að útvega okkur Kaktus. Það var smá maus þar sem við rifum smá bút af stórum kaktus í Staðarskála þegar enginn var að horfa til og panikkuðum við næstum við þennan stórglæp okkar en þetta var afskaplega lítill bútur ;) sást ekkert á greyinu ;) Líka stóð að við ættum að finna eitthvað sem myndi merkja "Hvítt" á Latínu. . . Með smá Gúggli fundum við "alba" og "candida" og að það þýddi Hvítur... Við mundum þá eftir Candida Albica sem er sveppasýking og brunuðum inní Varmahlíð og keyptum eina dós af ORA sveppum ! Svo áttum við líka að leysa gátu með 2 strákum og 2 stelpum sem öll hafa ólíkan kynsjúkdóm og ætla að sofa hvort hjá öðru (s.s. hvor strákur hjá hvorri stelpunni) en til verksins eru bara 2 smokkar og ekki ætla þau að smitast... Þetta tók smá tíma að leysa.
í umslagi 3 stóð að við ættum að semja nýjan texta við Hjúkkulagið " Draumur um Nínu " og til þess urðum við að nota orðin
"arna huld, Dóróthea bergs, Endaþarmserting, tánögl, dildó, klamydía, vöffluvagninn, lamadýr, kústskaft" og örugglega eitthvað fleira. Eins og ykkur dettur kannski í hug þá var það frekar erfitt að gera texta sem varð ekkert klámfenginn og urðu til 4 stk af fyndnum textum... "ó dóróthea, dóróthea, dóróthea, dóróthea bergs" og "Klamydían kemur tánögl í"
Eftir næstum 6 tíma og möööörg stopp tókst okkur að enda á Akureyri þar sem við fórum beint á Gulu Villuna, hentum dótinu inn og svo beint í bæinn að versla föt.. :) það eru örugglega engar búðir í Reykjavík... Röltum aðeins um og fórum svo uppá Villu að hafa okkur til og rútan kom kl hálf 6 og fórum við á Hjúkrunarheimilið Hlíð í Vísindaferð. Fórum í klassískan rúnt um svæðið og síðan í smá fyrirlestur. Þar opnuðust augu mín aðeins fyrir meðferð fyrir dement fólk eftir að við horfðum á myndband um Spark of life... ég tala örugglega um það seinna hérna. Við fengum snakk og bjór en það saddi ekki hungrið í okkur og var Íris, innfæddi Akureyringurinn sett í það að panta pizzur á línuna sem Eva svo náði í. Það voru SVANGAR hjúkkur sem borðuðu þær pizzur. Eftir smá meira af bjórsmakkeríi var svo farið á Kaffi Akureyri að hitta hjúkkur frá akureyri sem voru nú bara 2 svo að við fórum snemma á Kaffi Amour þar sem Konukvöld hafði verið fyrr um kvöldið. DJ'arnir voru gríðarlega góðir og meira að segja þeir 2 edrú sem voru þarna ( Viddi og Eva ) Skemmtu sér voða voða vel og það voru blöðróttir og aumir fætur sem tippluðu heim seinna um nóttina.
Laugardagurinn var settur í Fjallið og fórum við þangað eftir að hafa snætt smá orku í Kristjánsbakaríi. Reyndar virtust Eva og Kolla ekki fengið Memo-ið með "SKÍÐAFERÐ" og voru ekki með nein útiföt, en Íris reddaði því og lét þær troða sér í gamla snjógalla sem hún fann heima hjá sér. Eva fór í pastel-fjólubláan krumpugalla af mömmu hennar sem er örugglega það ljótasta sem ég hef augum borið. Ekki nóg með að gallinn hefði verið ljótara en allt sem ljótt getur talist þá var hann frekar lítill á Evu og hún var eins og hertur þorskur. Loksins þegar við náðum andanum yfir útliti Evu var Kollu troðið í snjógalla sem Íris hafði átt þegar hún var lítil en hann var nú skömminni skárri. Hún var þó eins og Íris komst vel að orði " eins og Hippi á sýrutrippi" þegar hún var komin með sólgleraugun, fjólubláu hanskana og húfuna... :)
upp í Fjall var síðan haldið og ég leigði mér Bretti á meðan Lóa leigði skíði. Snjógallastelpurnar ætluðu að láta sér nægja Þoturassana sem þær keyptu í Hagkaup.
Anna Tómasar hjálpaði mér að festa á mig brettið, kenna mér að standa upp og 1. ferðin niður brekku var MJÖG áhugaverð... ekki virtist ég geta staðið í fæturnar í meira en 1 sekúndu og 2 sekúndubrot í einu án þess að ég bomsaði beint á bossann... ég var líka mjög vinstrisinnuð og gat engan veginn komið mér úr því klandri að vera komin alveg til vinstri í brekkunni... Eftir að hafa gefist upp á lífinu neðst í brekkunni og dottið 8 sinnum í lyftunni á leiðinni upp þá hitti ég mann sem var líka byrjandi en var farinn að standa í fæturnar... hann lét mig sjá ljósið og næstu ferð stóð ég alla leið niður og datt ekkert... það birti líka yfir litlu stelpunni á brettinu þegar hún fann út úr því hvernig hún gat sett brettið þvert á brekkuna, Á FERÐ, og stoppað sig án þess að hrópa upp yfir sig " óóóó shittttt" og brotlenda svo harkalega á bossanum. Lyftan varð mér samt ansi erfið það sem eftir leið af þessum 2 tímum sem við vorum þarna. Eftir þessa skemmtilegu reynslu er ég bara ekkert frá því að ég fari einhverntíman AFTUR á bretti og þá ekki bara í BARNABREKKUNA ! :)
sund var algert must fyrir útivistarstelpurnar og skoluðum við aðeins af okkur áður en við fórum í Brynju-ís þar sem við nenntum ekki að hlusta á þennan eilífa suð-söng í Írisi... (ég vil brynju ís, ég viiiiiil) Eftir ísátið sóttum við Örnu Huld á Glerártorg og svo fórum við beint heim og beint í djammgallann AFTUR... Rútan kom kl hálf 7 og fengum við hressa kellu sem spjallaði alla leið í Kalda. þegar þangað var komið fengum við glas og ótakmarkað af bjór og skemmtilega sætan og áhugaverðan strák sem leiddi okkur í fræði bjórgerðar. Ég held að ég muni ekki drekka annan bjór en Kalda eftir þetta :) Svo vel seldi hann okkur framleiðslugæðin ;) bruggtækin voru líka svo flott... eins og sjást á myndunum.. Ragna and the Beerfactory ;)
Við sungum ALLA leið til baka og rútubílstjórinn tók undir og tók okkur upp líka. Ferðin var muuun styttri til baka en þangað þess vegna og var stemmingin svo góð að heljarinnar partý var haldið á Villunni sem endaði í flugferðum sem brotlentu á Veggjum og mörgum góðum mómentum :)
Eitthvað enduðum við á Kaffi Akureyri þar sem Arndís var svo fræg fyrir að snúa sig ALL hressilega fyrir utan einhversstaðar og varð öklinn fjólublár og 2faldur á mjög stuttum tíma. Við redduðum því klaka, settum okkur í hjúkkustörfin og sendum hana beint á slysó ! :) Þar var hún úrskurðuð "illa tognuð" og ekki brotin sem hefði allt eins getað verið og við ekki með röntgen í vasanum. Hún fékk líka bækling um hvernig eigi að bera sig að eftir tognun, panódíl og henni sagt að nota fótinn... hún tók því svo bókstaflega að hún hoppaði beint á Amour seinna um kvöldið og hélt áfram að djamma. Á Kaffi Akureyri lentum við svo í geðveikum dópistum sem réðust á Evu okkar sem auðvitað sló til baka, sem var það eina sem dyravörðurinn sá og hún fékk að fjúka út, alveg sama hvað við sögðum honum, að gaurinn hefði hrækt á hana, slegið hana og lamið til hennar með peysu sem svipu. Við fórum því ALLAR og skyldum staðinn eftir hálf tómann... grey þau bara :) já og Eva sem ekki einu sinni drekkur (þessa stundina)... það er þá manneskjan ;)
Á Amour fannst okkur nokkrum ekkert gott geim og trítluðum því við á Tikk takk, pikkuðum með pizzur og héldum náttfatapartý um 3 sem ég sofnaði fljótt í þar sem ég var virkilega að andast út magaverkjum og pílum og gat ekki hugsað um neitt annað en að leggjast út af og hreyfa mig ekki !
Sunnudagurinn fór í það sem var planað, farið á Greifann, farið í Brynju-ís ( Svo Íris yrði þolanleg alla leið í bæinn) og brunað aftur í bæinn sem tók tiltölulega styttri tíma en á leiðinni Á Akureyri :)
FRÁBÆR FERÐ... og tókst betur en ég þorði að vona
Myndir eru komnar inná Ragna.safn.net
Takk stelpur og takk sérstaklega þú Lóa... u know what I mean ... *kiss*
Takk fyrir frábæra ferð sæta mín, hlakka til að taka aðra að ári með þér. kisskiss
SvaraEyðaGott ad heyra i ter i gær, tott tad hafi verid erfitt.
SvaraEyðaRRRiiisa knus a tig dullan min.
Takk fyrir geggjaða ferð :)
SvaraEyðaKv, Eva
Takk fyrir frábæra ferð elskuranr....þið eruð yndislegt;)
SvaraEyðaLóa
Ég trúi ekki að ég hafi misst af ykkur turdildúfurnar mínar!! Næst verður utanlandsferð ekki plönuð á sama tíma takk fyrir!!!
SvaraEyðaElschka ykkur mestast :*
kv.
Harpus Maximus "Harpita" ;)