Þið sem eruð ennþá að velta því fyrir ykkur, þá er ég ekki búin að fá einkunnir úr neinum PRÓFUM... og lítið sem ég get gert í því
önnin verður svoldið skrítin núna miðað við annir sem ég hef tekið áður.
fyrstu 6 vikur verða teknar á fullri keyrslu á bóklegu námi. Ein vika kemur svo í upplestrar frí og síðan ein vika í próf. Ég verð svo búin 1. mars í skólanum.
Verknámið mitt tek ég svo frá 31. mars til 25. apríl eða þar um bil.
Þið sem eruð skörp takið eftir því að ég er í fríi allan mars í skólanum. Hvað ætla ég að gera þá ? hmmm... vinna ? safna mér smá pening strax fyrir næstu önn ? fara svo aftur í verknámið og byrja svo aftur sumarvinnuna í enda apríl.
Sumarfríið mitt verður þess vegna allt í allt 5 mánuðir. vúhí :)
Kúrsarnir sem ég tek núna eru :
Næringarfræði:
Yfirlit yfir helstu næringarefnin og orkubúskap líkamans. Mataræði Íslendinga og ráðleggingar um mataræði. Næring mismunandi hópa. Fyrrirbyggjandi næringarfæði.
Hjúkrun aðgerðarsjúklinga
Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist þekkingu og færni í hjúkrun fullorðinna einstaklinga sem eiga við bráða eða langvinnasjúkdóma og stríða og fara í aðgerð vegna eirra. Lögð er áhersla á að nemendur greini líkamlegar, anlegar, félagslega og menningarlegar þarfir og samspil þeirra við heilsufarsvanda hins sjúka einstaklings og fjölskyldu hans og vinni heildrænt að því að leysa hjúkrunarvandamál og efla heilbrigði og þroska skjólstæðinga sinna. Kennd er hjúkrun sjúklinga fyrir aðgerð, eftir aðgerð,. Eftirlit, skipulagning og beiting hjúkrunarmeðferða er lykilatriði. Umfæðufundir eru um klínísk viðfangsefni nemenda meðan á klíníska náminu stendur.
Handlækningafræði:
Sérfræðingar skurðdeilda landspítala háskólasjúkrahúss kenna sínar sérgreinar. Farið verður yfir einkenni, greiningu og meðferð sjúkdóma og slysa, sem skiptist þannig : Almennir hlutar handlæknisfræði, sjúkdómar í brjóstholi, sjúkdómar í kviðarholi, brjóstasjúkdómar, skjaldkirtilssjúkdómar og meðferð bruna, sjúkdómar í þvagfærum, sjúkdómar í beinum og liðum og sjúkdómar í heila og mænu
Lyflækningafræði:
Kennd eru grunndvallaratriði allra algengustu sjúkdóma eftirtallinna sjúkdómaflokka: hjarta- og æðasjúkdóma, meltingarfærasjúkdóma, nýrna- og þvagfærasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, sjúkdóma í mið- og úttaugakerfi, blóðsjúkdóma, efnaskiptasjúkdóma, beina- og liðasjúkdóma, smitsjúkdóma, krabbameinssjúkdóma, húðsjúkdóma og klínískrar ónæmisfræði
Hljómar spennandi :D
SvaraEyðaVelkomið að koma til okkar allan mars ;) Palli er líka í tæpu mánaðar páskafríi :)
SvaraEyða