jæja... þá er komið að því...blessuðu jólaprófin !
verð að viðurkenna að ég er aðeins minna stressuð fyrir þessi jólapróf heldur en klásus-jólaprófin í fyrra. en það er kannski bara af því að ég er orðin aðeins "sjóaðri" í að taka próf í háskóla og veit svona ca hvað ég á í vændum, sem eru eins og ég hef hingað til komist að, skítleg, löng próf ! (nei ég ætla ekki að reyna að vera jákvæð)
en ég ætla ða tækla þetta og læra mikið og vel næstu 3 vikurnar og ná prófunum.
var á hótel Rangá í gær í boði Framrásar og Svenni var með mér... síðasta nóttin okkar ...
hann er núna farinn og kemur ekki aftur í bráð... veit ekki hvað ég á af mér að gera, svona satt best að segja. allt voðalega tómlegt hérna og samt ekki 6 tímar síðan að hann fór. Verð að reyna að muna að einbeita mér að prófunum en ekki að hann sé farinn héðan.
ætla að byrja aftur á því sem ég gerði í vorprófunum...
hér er læri-mynd dagsins
gangi þér vel að læra fyrir prófin já og í prófunum líka:)
SvaraEyðaknús á þig dúllan mín. Vildi að ég gæti hoppað í heimsókn og hughreyst þig aðeins..
SvaraEyðaen um leið og þú ert búin í prófunum þá get ég knúsað þig :D:D