ég skrapp í bónus í kringlunni áðan og verslaði inn.
Ég var nú ekki búin að taka mikið eftir verðlækkunum eftir að vsk fór niðrí 7% á vörum sem voru ekki með 24.5% skattinn á sér en í dag tók ég mikið eftir því...
ég keypti í stútfullan og þungan poka og borgaði svo lítið fyrir það að ég fór að skoða miðann betur !
hérna er hann ( klikkið til að stækka) :
heilar 8 appelsínur, 3 perur og 4 fiji epli... ? ótrúlega ódýrt ! ! !
að ég tala nú ekki um einn og hálfan líter af sítrónutopp... á 66 kr :)
bónus er vinur minn :)
ath hvað stendur neðarlega á strimlinum "samtals greitt til Ríkissjóðs : 69"
Ég vildi að ég gæti lifað á ávöxtum og skyri einu matar, skolað því svo niður með sódavatni ...
SvaraEyðaneinei, ég get það nú ekki heldur, þó svo að þetta sé orðinn ansi stór hluti af minni fæðu þessa dagana, en þetta er ekki dýrt, það er ekki hægt að segja það.
SvaraEyðasvo er hægt að kaupa heilan kjúkling á um 1100, fá 40 % af við kassa og borga þá um 660 kr fyrir kvikindið. Úrbeini maður hann svo er kominn kvöldmatur í tvö kvöld fyrir 2, með smá ódýru grænmeti og sódavatni í boði bónuss, þá væri heildarverð tveggja máltíða fyrir 2 ef vel er vandað til.... innan við 1000 kall.
Vóhó...
SvaraEyðaÞetta er ekkert lítið ódýrt sko.. :)