mánudagur, 22. mars 2010

Þegar maður lætur á eftir sér...

Það tísti örugglega mest í mér í gærkvöldi þegar ég sýndi Viðari hvað ég hafði keypt á meðan ég var úti þegar ég dró þetta upp úr pokanum ! 


Teppi með ermum !!! :)

þvílík snilld!

Mér verður nefnilega oft svo skelfilega kalt á höndunum þegar ég sit uppí sófa að vinna eða browsa í tölvunni að það hefur verið mikil athöfn með 2 teppum að koma sér þæginlega fyrir...
problem solved!
SHARE:

laugardagur, 20. mars 2010

Framhald á ferðasögunni góðu (löngu)

já,, hvert var ég komin.
Ég var held ég búin að finna sjúkrabílastöðina í síðasta pósti. Strákarnir voru mjög fínir og reyndar stelpurnar (konurnar) 2 sem vinna þarna líka.
Fyrstu 2 dagana gerði ég lítið nema að veltast með og leið samt strax betur á þriðjudaginn. Var eiginlega alveg ákveðin í að vera allan tímann þarna. Internetleysið var samt alveg rosalega leiðinlegt :( Ég var basically alveg ein á kvöldin og enn meiri ástæða til að reyna að finna mér eitthvað að gera seinnipartinn þar sem að það var annað hvort að gera eitthvað eða stara út í loftið frá 5-11 á kvöldin þar sem ekkert internet var, engir stólar í herberginu til að sitja við borð og ég bara með 4 kvikmyndir inná tölvunni og þær mætti ég ekki horfa á á einu kvöldi.
Ég var búin að reyna að spurja marga hvort að einhver af þeim stundaði ís-böð eða Winter-bathing. Endilega lesið um það hér því að ég ætla ekki að fara að útskýra það ;) Eftir að hafa spurt alla sem ég hitti þá fann ég eina konu sem kennir við háskólann sem fer og hún var tilbúin að fara með mig á svæðið á þriðjudaginn og leiða mig í gegnum þetta.
Trikkið er að fara í sánu, dýfa sér svo ofan í ískaldan sjóinn og endurtaka þetta svo 2x í viðbót en enda á því að fara ekki aftur í saununa heldur klæða sig og fara heim. Við þetta á maður að finna mikla endorfín losun og hita... en já
andskotinn ég nefnilega lét mig hafa það að skella mér ofaní !!! og FJÁRI var þetta kalt !


Hérna er staðurinn sem ég fór á. (ef þið klikkuðuð á wikipedia linkinn hér fyrir ofan þá er skemtilegt að sjá að ég fór á sama stað og myndin frá þeim link sýnir) 

og ég fór ofaní... í ALVÖRU 



Það þýddi ekkert annað en að skella sér. . . þetta var það eina sanna finnska sem mér datt í hug að gera í Vasa. ég efaðist samt stórlega um hve gáfuleg þessi hugmynd hefði verið þegar ég stóð efst í stiganum í -11°frosti og vitandi það að vatnið var 0.5° heitt (kalt?). Ég endurtók þetta 3x og endaði á að fara ekki í sánuna og leið bara vel. Svaf að minnsta kosti vel fyrstu nóttina síðan ég kom út. 

á miðvikudaginn var ég búin að ákveða að vera 8-20 á vaktinni á stöðinni. Ég gat nefnilega allt eins hangið á stöðinni eins og að vera heima að horfa á silfurskotturnar (yes, we had a little problem). Þessi dagur var rólegri en margir vildu meina að væri eðlilegt og á þessum 12 tímum kom einn flutningur ! (hár sykur upp á 16.3 hjá sykursjúkri konu... þið sem þekkið eitthvað til sjáið kannski kaldhæðnina í akút flutningi með sjúkrabíl). Ég labbaði samt heim eftir vaktina og tók það ekki meira en 40 mín. Ansi þæginlegt í blanka logni og -12° frosti (66°north... aaamen!).

Fimmtudagur..

Ég var búin að segja einni konu á stöðinni á miðvikudeginum (Camilla) frá hvernig dvöl mín hefði verið í Finnlandi og að ég gæti eiginelga ekki beðið eftir að fara heim. Hún trúði eiginlega ekki að ég væri með tutor sem hefði ekki tíma til að hitta mig, væri ekki frá Vasa og hennar plön voru oftast að spurja mig "hvað vilt þú gera" þegar við hittumst... seriously, ég veit ekkert hvað maður gerir í Finnlandi eða í Vasa.  Sanna var heldur ekki með bíl og það gerði hlutina enn erfiðari þar sem að.. jú, strætóarnir eru eins og þeir eru þarna. 
Camillu fannst mjög leiðinlegt hvernig ég hefði upplifað ferðina og að mér hefði ekki liðið vel þarna. Eftir spjallið á miðvikudaginn hvarf hún í símann í smá tíma og þegar hún kom til baka spurði hún mig  hvort að ég gæti ekki fengið að fara fyrr á fimmtudaginn. Ég sagðist bara gera það ef ég þyrfti og hún sagðist ætla ða koma og sækja mig um hálf 3 og fara í rúnt um svæðið og sýna mér eitthvað í Vasa. Ég var mikið til í það og kom vel klædd og í gönguskóm á fimmudaginn. 
Gönguskórnir komu sér reyndar vel þar sem við lentum í útkalli út í skóg að ná í skíðagöngumann sem var obs lux mjöðm og klofuðum við snjóinn upp í klof með bakbretti og töskur til að komast á staðinn. Aðstæður til að flytja manninn voru mjög erfiðar og var því kallað í slökkviliðið til að flytja hann á sleða aftan í beltabíl í sjúkrabílinn... mjög skemmtilegt ! en já.. það hefði verið slæmt að vera í Puma skóm þarna. 

Þegar Camilla sótti mig kl hálf 3 var farið að snjóa. (oh, ekki meiri snjó!). Hún sótti mömmu sína og við keyrðum eitthvað lengst í burtu og fórum meðal annars yfir lengstu brú í finnlandi 

Eftir að hafa keyrt í gegnum 3 eyjar stöðvuðum við bílinn í 10 mín labb fjarlægð frá stórum útsýnisturni sem átti að opna laugardaginn næsta og Camilla vippaði út 2 innkaupapokum og snjóþotu úr skottinu á bílnum og við héldum á leið í átt að turninum



Við kíktum þar upp en sáum ekki mikið þar sem að það var hellings snjókoma eins og sést hér 


Ennþá vorum við að ganga um með snjóþotuna og pokana 2 sem ég vissi eignlega ekki hvað við ætluðum að gera við en svo komum við að beygju í veginum og mér skyldist á mæðgunum að við ætluðum í sumarhús mömmu Camillu... Við klofuðum því snjóinn (ég í annað sinn þennan daginn) í korter þangað til að við komum að litlum kofa sem stendur við vatn. 



sumarhúsið var lítið og einfalt en finnar eyða víst meiri hluta sumarfría sinna í svona húsum út um allt finnland... fæst husanna eru með rennandi vatn eða hita eða klósetts.. en flest með sánu (auðvitað!) 
Þetta var því ekta finnskt! :) sem reyndist svo vera þema kvöldsins. 
Þegar í husið var komið var kveikt upp í arninum, enda var -6° frost og hafist handa við að taka það upp sem var í pokunum. Þar kom hver finnski rétturinn upp á eftir hverjum öðrum! Ég smakkaði svo allt sem hægt var að smakka og drakk finnskan bjór með. 
Oh, æði.. þetta var toppurinn á finnlandi ! Þvílíkt gull þessi kona að gera fyrir mig. Ég átti ekki orð! 
ég er auðvitað buin að bjóða henni til Íslands til að reyna að launa henni þetta. 


Þarna má sjá
-finnska pylsu sem var grilluð á eldi 
- Bondost (mjög stinnur mjólkurostur sem borðaður er með sultu og rjóma)
- elg sem mamma Camillu eldaði fyrir ferðina
-smjör með eggjum sem sett er ofan á 
-havtorn-súpu (búin til úr Havtorn berjum) 
-finnskan bjór
-finnskt brauð úr rúgi
og eitthvað fleira.

Eftir langan dag var ég komin heim um 8. Þreif herbergið (með koddaveri... -löng saga) og pakkaði niður í töskurnar. Ég var nefnilega að fara til Stokkhólms daginn eftir! jehí!

Föstudagur..
ágætur dagur á stöðinni, hlakkaði bara alveg óendanlega til að fara heim! kl 20 sótti Camilla mig svo í íbúðina og skutlaði mér út á völl (sparaði mér sjálfsagt 7000 kall í leigubílakostnað) og ég lenti í svíþjóð um 22 og tapaði einni klukkustund á ferðinni.

í dag er laugardagur og er ég í Stokkhólmi hjá Kristínu frænku Viðars og eiginmanni hennar. Dagurinn var tekinn frekar seint eftir mjúka nótt í almennilegu rúmi (LOKSINS) og svo far farið í markað í miðbæ stokkhólms sem er frá 1888. Þar má ALLT finna... guð minn. ég var í himnaríki. 
skoðið bara myndirnar hér eða í myndaalbúminu mínu. Þar borðuðum við á veitingastað og ég fékk mér humar... Já. ALVÖRU humar með haus, klóm og öllu. nammi nammi namm! og svo fékk ég mér ostrur. Ég var ekki alveg jafn hrifin af þeim en held að maður þurfi að læra að borða þær. 


er þetta ekki girnilegt ! :) 


Ég tölti svo á Skansen og eyddi restinni af deginum þar. Þið sem ekkert vitið hvað það er þá er það eyja sem er svoldið eins og fjölskyldu og húsdýragarðurinn og árbæjarsafn samansett og svo margfaldað með 5, já eða 10. Mjög gaman :)

tók bát yfir fjörðinn og labbaði heim til Kristína..

aaah, góður dagur

eldaður var góður matur sem var keyptur í markaðnum í dag og núna er setið og spilað. Fullkomið!

hlakka samt til að koma heim á morgun :)

svo má ekki gleyma að ég er búin að setja flestallar myndir inná Smugmugsíðuna mína sem þið getið skoðað með því að klikka HÉR

kv
Ragna heimfari









SHARE:

Myndir komnar á Smugmug.

Er búin að hlaða inn nýjustu myndunum frá Finnlandi inná Smugmug. Endilega skoðið





Stokkhólmur og Vasa í Finnlandi - myndir

kv
Ragna
SHARE:

þriðjudagur, 16. mars 2010

ferdablogg enn og aftur

Blogg




Jæja...

Þá er best að halda áfram með ferðabloggið.



Ég veit ekki alveg hvert ég var komin en ég skal amk byrja á föstudeginum. Hann var svosem ekkert ólíkur miðvikudeginum og fimmtudeginum. Tók strætó á Korsholm HVC og var þar um daginn. Um kvöldið hitti ég Sönnu (leiðbeinandinn minn) og við fengum okkur kaffi og samloku heima hjá henni og gengum svo 2 km í ágætu en köldu veðri á annan stað í bænum þar sem nemar í physical theatre (líkamleg leiklist?) voru með leikrit, já eða einhversskonar sýningu þar sem þau sýndu dansa og fleira frá löndum þar sem þau höfðu verið í skiptinámi síðasta haust. Þau sýndu t.d. Óperu frá Peking, stríðsdansa frá Indlandi og ættbálkadansa frá Afríku. Þetta var alveg hin besta skemmtun og góð tilbreyting frá the usual things hérna í Vasa.

Til að fara heim með strætó þurfti ég samt að vera snögg í snúningum og það var alveg víst að ég hefði ekki náð að ganga í miðbæinn. Ég hitti því hjón sem voru að fara í miðbæinn og það var ekkert sjálfsagðara en að ég fengi far með þeim. Þegar ég kom í miðbæinn fattaði ég að lokum það að ég hafði tekið mikinn feil á strætótímunum og langt langt langt í næsta strætó. :( Þar sem að mér var kalt og ég var þreytt og lítil í mér ákvað ég að ég myndi bara splæsa í Taxa heim. ÉG vatt mér því að 2 konum sem stóðu á götuhorni að spjalla og spurði þær hvort að það væri ekki leigubílastöð einhversstaðar nálægt, ég væri nefnilega svoldið týnd. Konurnar brugðust elskulega við og ekki bara hringdu á taxa fyrir mig, heldur biðu þær með mér þangað til að hann kom. Það vantar ekki hvað fólk hérna er kurteist og almennilegt! 3000 kr síðar var ég komin heim ...



Laugardagur:

Lærði og las allan daginn til 5... fór þá niðrí bæ. Nema hvað... Strætó gengur á öðrum tímum um helgar (ég mundi það ekki) svo að ég var komin hálftíma of snemma.... ofan á það þá kom strætóinn hálftíma OF SEINT... Það var því ansi langur klukkutími sem ég eyddi i dúnúlpu og kjól að bíða eftir strætó... oh. ég var svo á því að fara heim... Fara bara heim, undir sæng og vera þar alveg þangað til að ég gæti tekið fyrsta flug til Stokkhólms! En... Ég beið... fór svo í partý með öðrum samnemendum Sönnu í leiklistarskólanum og kíkti á djammið. Tjah, það var ágætt. Svona fyrir utan það að bjórinn kostaði 1200 kall. Sem betur fer tók ég íslensku leiðina á þetta og var með nesti með í töskunni. (já, skamm skamm). Ég entist þó ekki lengi, heldur bara til 2 og 3000 kr seinna var ég komin heim.



Á sunnudaginn vissi ég að ég myndi vera að læra allan daginn.. Sanna var að vinna svo að ég gat ekkert hitt hana. Mér datt því það snjallræði í hug að fara niðrí bæ, finna mér kaffihús og vera þar með tölvuna. Ég er nefnilega ekki ENN komin með stól í herbergið og er bara í boði að sitja í rúminu eða liggja í rúminu, (já eða sitja á gólfinu fyrir framan skrifborðið til tilbreytingar ?). En já. Ég varð að sjá fólk. Þegar maður er ekki alveg upp á sitt besta þá er ekkert verra en að vera einn í herbergi allan daginn og tala ekki við nokkurn mann.

OK... Fyrsti strætó dagsins fór kl 12.27 og næsti kl 14.27 osfrv til 18.27... Það var því ekki mikið í boði hvenær maður myndi fara. En jú, ég setti upp andlitið, tyllti sólgleraugum á nefið og skundaði af stað með tölvutöskuna á öxlinni. Þegar ég kom niðrí bæ blöstu við mér hellingur af búðum og ALLAR lokaðar. Það eina sem ég fann opið var H&M, íþróttabúð og MacDonalds.. frrrrábært! Ég því var ekki lengi að snúa við til að finna annan strætó heim. Sem betur fer mætti ég þar einum svo að ég þurfti ekki að húka á MacDonalds í 2 tíma til að bíða eftir þeim næsta. Þannig var svo dagurinn minn. Var í herberginu að læra, sitjandi og liggjandi í rúminu til skiptis. Skrapp svo fram til að hita mér í potti örbylgjupasta (hér er enginn örbylgjuofn) og þegar ég kem svo til baka er allt í einu ekkert internet.. hmm... skrítið. Fyrst hélt ég að internet tengingin væri biluð, svo hélt ég að snúran væri biluð.. en eftir að hafa prufað netið hjá stelpunni uppi og hún prufað mitt net þá komst ég að því að það er Portið á tölvunni minni þar sem Ethernet snúran tengist í sem er bilað :( who’s the lucky champ??

Verð að viðurkenna að þar kom stærsta melt-downið til þessa. Hvað á ég að gera án internets á kvöldin? Ég sem hafði haldið því fram að það eina sem gerði þessa dvöl á einhvern hátt bærilega var ða geta komist á internetið og talað við fólk. Amk mér finndist ég ekki vera ein. Frábært. Þarna var það þá farið (úff... when irony hits you ;) )Eftir að hafa huggað mig við Mömmu og Viðar ákvað ég að gefa morgundeginum amk sjéns. Ég ætti jú ennþá eftir ða prufa að fara á sjúkrabílinn. Ef morgundagurinn yrði ekki betri þá ætlaði ég að reyna að finna mér flug sem fyrst héðan í burtu. Eftir að hafa horft á Julia and Julie sofnaði ég loksins fyrir nóttina en svaf þó ekki mikið.



Mánudagur:

Löng nótt... úff. En jæja. Nýtt verknám, nýr staður. Segja í 3. sinn: “Hæ ég er Ragna, já ég kom síðasta mánudag, já ég fer 19. mars, hér er mikill snjór, nei það er enginn snjór á Íslandi, já ég skil smá sænsku ef þú talar hægt.” osfrv osfrv... þetta er orðið pínu lítið þreytandi. Ég vissi hvaða strætó ég ætti að taka svo að það var ekkert mál. Ég vissi bara EKKERT hvar ég ætti að fara úr strætónum því að ég vissi ekki hvar Sjúkrabílastöðin er. Ég benti því strætóbílstjóranum á hvar ég þyrfti að fara út og hann jánkaði því. Hingað til hafði þetta virkað hjá mér...

Allt í einu stoppar strætóbílstjórinn á beinum vegi og segir að hér sé mitt stopp. Ég spurði hann hvort að hann væri að tala við mig og hann jánkaði því. Eitthvað fannst mér þessi beini vegur skrítinn þar sem að mín stoppistöð átti að vera í beygju svo að ég fór frammí (öðrum farþegum örugglega til ágæts pirrings) og spurði hann hvort að við værum “HÉR” og benti á kortið. Hann sagði já og ég þorði þvi ekki annað en að fara út. Þegar ég stóð orðið úti í skítakuldanum og horfði í kringum mig þá leist mér ekki á þetta... .Ég var í útjaðri á einhverju hverfi! Engir sjúkrabílar nálægt! (andskotinn) Aðeins lengra í burtu sá ég ljósaskitli og giskað á að það væri bensínstöð sem það betur fer var. Ég þrammaði því þar inn vopnuð kortinu mínu og spurði hvort hann talaði ensku. “a little”, var svarið, og er það oftast alveg nóg, sérstaklega þegar spurningin: “were am I?” kemur frá stelpu veifandi korti! Hann merkti fyrir mig inná kortið hvar ég væri og það var ekki beint nálægt sjúkrabílastöðinni... Við tók því labb eftir kortinu í rúmar 15 mínútur. Nei, það er ekki slæmt. 15 mínútur er ekkert .... en 15 mínútur í -18°C frosti er ekkert grín... brrrr... Ég fann ekki fyrir lærunum og fótleggjunum í klst eftir að ég kom á sjúkrabílastöðina, öll hrímuð í framan, í hárinu og trefillinn minn var orðinn hvítur af hrími. Thank god að það var ekki rok heldur var blanka blanka logn og sjálfsagt eins fallegt og gott veður eins og það getur gerst í -18°C frosti.

Það var vel tekið á móti mér á sjúkrabílastöðinni. Strákur sem heitir Daniel tók á móti mér og kynnti sig þannig að ég yrði með honum þennan daginn. Hann er fínn... sem er mjög fínt ! Ég dressaði mig því næst upp í rauðu sjúkrabílafötin frá þeim og fór skömmu eftir það í fyrsta útkallið... tæplega eins árs strákur í andnauð... blá ljós, sírenur og hálka... Vííí... mér fannst gaman! loksins var í alvörunni GAMAN í Finnlandi. Dagurinn leið hratt og mér leið vel innan um strákana á stöðinni. Það er einhvernvegin mér eðlislægra að vera í kringum stráka en stelpur. Það er svo miklu einfaldara allt og óþvingað. Ég fékk líka fyrstu alvöru máltíðina mína í hádeginu og kvíðinn og stressið var orðið það lítið að ég fann í fyrsta sinn fyrir hungri síðan ég kom út. Í dag ákvað ég semsagt að gefa þessu sjéns... amk um sinn



takk fyrir kveðjurnar



Ragna kuldaboli
SHARE:

fimmtudagur, 11. mars 2010

verustaðurinn í Vaasa/Vasa

já. hérna er slotið. Reyndar er E-hlutinn þar sem ég bý, akúrat fyrir aftan tréð fyrir miðri mynd. Þarna var klukkan orðin 8. Húsið lítur reyndar óvenju vel út í morgunsólinni ;) 

Þið ykkar sem treystið ykkur í sænskuna þá getið þið lesið um þar sem ég er í verknámi í gær, dag og á morgun. þ.e. Akutmottagning í Korsholm... HÉRNA


SHARE:

miðvikudagur, 10. mars 2010

dagar 3, 4 og 5...og er komin til Finnlands

Mánudagur:
Var ennþá í Stokkhólmi. Þar er svosem mjög gott að vera :) gerði ekki mikið þennan daginn en ég fór allavegana aðeins niðrí miðbæ og skoðaði svo gamla bæinn aðeins betur. Ég ætlaði að skoða Nobel safnið en það var lokað... svona er að vera túristi á mánudögum :) ég allavegana hlakka til að koma aftur til Stokkhólms 19. mars. Kristín og Eugen voru líka mjög góð við mig og börnin þeirra líka. Öll alveg rosalega gott fólk ! Um kvöldið flaug ég til Vaasa/Vasa.

Þriðjudagur
Eftir að hafa lent kl 01.30 í Vaasa stóð ég eins og jólasveinn að leita að Finnska folanum... AKA William. Hann var ekki með skilti með nafninu mínu á, sem var mér örlítill aulahrollsléttir. En þess í stað vissi ég ekkert hver maðurinn eða drengurinn var. Ég stóð því út á miðju gólfi og reyndi að auglýsa 66°North og að lokum kom þessi ágæti drengur gangandi til mín. eða hann var amk ágætur þangað til að hann fór að tala. Hann var svo smámæltur að þrátt fyrir stressið átti ég erfitt með að hlæja ekki smá. William skutlaði mér í herbergið sem ég á að búa í næstu 2 vikurnar. Þar fékk ég smá sjokk.. herbergið er gjörsamlega strípað og kalt, dúkur á gólfinu sem séð hefur betri ár og klósettið ekki alveg það girnilegasta. Eldhúsi og baði og sturtu deili ég með 2 stelpum sem leigja sitt hvort herbergið hérna uppi. Ég er þó fegin að vera á neðri hæðinni. á miðju gólfi stóð stór pappakassi. Þetta svokallaða Survival Box. í því eru margir hlutir, hlutir sem ég þarf að nota á meðan ég er hér. t.d. sæng, koddi, sængurver, koddaver, hnífur, gaffall, bolli, glas, pottur, ausa, upptakari osfrv. Þarna var líka gardína (ekkert er fyrir gluggunum) en hún passar engan vegin fyrir gluggana og er ALLT of lítil. Ég hef því hengt sængurver og lak fyrir gluggana (næs?) og sem betur fer komu 2 sett með í kassanum. Rúmið er planka-grind með löppum og á henni er þynnsta dýna sem ég hef sofið á síðan ég var í kórferðalögum og svaf á gólfum í félagsheimilum. Bakið mitt hefur strax hafið hávær mótmæli og hef ég komist að því að það er best að sofa alveg marflöt, amk þá stingast útlimirnir ekki ofan í harðan undirflötinn.
Ég átti erfitt með að sofna. Smá sjokk að vera komin í nýtt land og mikil óvissa með morgundaginn. Ég náði þó að sofa heila 3 tíma held ég.
Ræs var kl 07 (05 á ísl tíma, og égheld að ég hafi ennþá verið á honum). Ég hitti Hönnu (sér um skiptinema) og hún fór með mig á sjúkrahúsið í MÓSA prófið. Planið eftir það var að hún myndi skutla mér uppí skóla þar sem ég myndi hitta konuna sem sæi um hjúkrunarnemana í skiptinámi og þeirra nám. ég bað þá Hönnu hvort að hún gæti ekki hjálpað mér aðeins að koma mér fyrir í bænum. Ég vissi ekki hvað snéri upp eða niður, hvar strætóar myndu stoppa og hvernig ég myndi fá strætókort.  Hún sem betur fer aðstoðaði mig með þetta.
Deginum eyddi ég svo í skólanum með öðrum hjúkrunarnemum sem voru í verklegum æfingum og tóku að lokum próf í þeim. Mér til ágætrar gleði er kennt á sænsku í skólanum svo að ég átti auðveldara en ég hafði ímyndað mér með að fylgja eftir umræðum og skilja spurningar sem beint var til mín þó að ég hafi nú svarað á ensku.
Hér er mynd af einum hóp í verklegri æfingu. Þarna voru þau að æfa hvað þau myndu gera þegar þau fengju sjúkling grunaðan um lungnabjúg.



Um kvöldið hitti ég Sanna, (Sönnu?) sem á að "sjá" um mig á meðan ég er hér. Fín stelpa en hefur mikið að gera og ég get ekki hitt hana mikið í þessari viku. Mér þykir það svoldið miður þar sem að ég er þá mikið ein í "æðislegu" hýbýlunum mínum. Sanna hafði keypt fyrir mig internetsnúru (bless her!) svo að ferðin að hitta hana var ekki alveg til einskis þó að ég hafi verið send á vitlausa strætóstoppistöð, misst af strætónum sem fór á klst fresti og þ.a.l. beðið úti í -3°C í 1 og hálfan tíma til að fara niðrí bæ, borða 2 pizzasneiðar og fatta svo að síðasti strætóinn heim færi eftir 2 mínútur, eða 25 mín eftir að ég hafði komið. . . já ég veit. í gær var EKKI minn dagur. mikið rosalega langaði mig heim. Internetið minnkaði þó einmannaleikann og ég sá og talaði við Viðar minn á Skype... það var rosalega gott ;) 

Miðvikudagur: 
planið var að hafa þennan dag aðeins betri en hinn svo að ég saug upp í nefið og skundaði í strætó snemma í morgun. Ferðinni var heitið á heilsugæslustöðina sem rekur svokallaða Akutmottagning og er sniðug móttaka. Ég var samt ennþá alveg útkeyrð eftir daginn áður og var svolítið absent raunveruleikanum í dag. Þarna er talað sænsku við flesta sjúklinga en finnsku við aðra. Enn og enn kann ég meira og meira að meta það að hér sé ekki BARA töluð finnska. Þá væri ég sko í alvörunni palli var einn í heiminum. Kl 2 var deginum lokið hjá mér og ein hjúkkan skutlaði mér heim. úff.. það var gott. stytti ferðina heim um tæpan klukkutíma :) eftir langan lúr eyddi ég svo restinum á deginum í herberginu sem ég hef reynt að gera fallegra og að berja í mig kjarkinn og segja við sjálfa mig að þetta verði allt í lagi :) 




Hér er svo mynd af eldhúsinu fallega. Þarna var ég að hita mér örbylgjusúpu. Hún bragðaðist SVO illa að ég henti henni og endaði á því að fá mér banana... sem var kannski ágætt. Matarlystin hefur verið eitthvað takmörkuð hvort sem er :)

takk fyrir kveðjurnar. Þær skipta mig miklu máli

kveðja
Ragna Björg
SHARE:

sunnudagur, 7. mars 2010

Dagar 1 og 2 í Stokkhólmi



Jæja hér er ég þá komin og meira að segja búin að vera í 2 daga.

Ég klúðraði því ekki að vakna á réttum tíma fyrir flug (sem er það sem ég gerði síðast þegar ég flaug og VAKNAÐI þá nkl 2 tímum áður en flugið fór). Ég hagaði mér fram úr hófi skikkanlega á árshátíðinni hjá Slysa og Bráðasviði, sem þrátt fyrir það var mjög skemmtileg, og þ.a.l. var ég komin heim um 12. Ræs var kl 4.30 og tók svo rútuna á völlinn kl 5:00

Flugið var mjög gott. Hef aldrei sofið jafn mikið í einu flugi síðan ég kom heim af Hróarskeldu og tel ég það vera ansi gott. Í Stokkhólmi tók samt  veruleikinn við, já eða amk KULDINN... Hér var nefnilega -5 stiga frost og svipað mikill snjór og hann var sem mestur í Reykjavík í síðustu viku. Helstu hugsanir sem flugu í gegnum höfuðið höfðu flestar byrjunina á "af hverju valdi ég ekki heitara lönd... ég hefði getað farið til..." en nei. Decision is made og af mér einni og engum öðrum og þess vegna pakkaði ég öllum 66° north gallanum, gönguskónum, lopapeysum, treflum og bara einum sundbol (sem verður þá væntanlega notaður í finnskt ísbað en ekki sólbað ef ég finn vök til að dýfa mér í). Taskan vó 19.6 kg á leiðinni út. Sem þýðir að ég kem heim í öllum útifötunum til að koma H&M fötunum fyrir í töskunni án þess að borga yfirvigt.

Á lestarstöðinni í Stokkhólmi sótti Kristín mig og við fórum í íbúðina þeirra og Eugen sem er á frábærum stað í Stokkhólmi. Rétt hinum megin við miðbæinn, upp á hömrunum. Hér hef ég frábært útsýni yfir bæinn og er meira að segja í góðu göngufæri við hann. Strax og við vorum komnar þá fórum við niðrí bæ þar sem við hittum Eugen og dóttir þeirra (Emblu) á veitingastað og snæddum góðan hádegismat. Eftir það tók Eugen mig í Stokkhólm Crash-course 101 og þaut hann með mig um helstu staði og byggingar, keypti steinbakað brauð og krónhjört á markaði (mig langar í alvöru markaði til Íslands!) auk þess sem hann á ógnarhraða hljóp inní búð, keypti kort af stokkhólmi og merkti inná það H&M, Vasamuseum, Modern museum og "HOME" þið getið svo giskað á hvaða 2 staði ég fór á ;)

Eftir langan dag sem einkenndist miklu labbi og kulda, þar sem ég skoðaði Gamla bæinn í stokkhólmi á leiðinni heim og tók mynd af verði konungs osfrv auk þess sem ég var ennþá í fötum sem hefðu frekar passað á Íslandi og var þess vegna orðin ansi köld (kjóll, leggings, lág stígvél og lopapeysa) hoppaði ég í sturtu og ég og Kristín fórum á stað sem heitir Rival og er í eigu Benny (Abba). Þar fékk ég mér nautakjöt Entrecote sem hafði fengið að hanga EXTRA lengi...  og þessi steik var ekki að grínast með titilinn. Hún var æði... æði, æði, æði.. það er meira að segja mynd af henni í myndaalbúminu.

Eitthvað vorum við slappar eftir vín og góðan aðallrétt og dísæta eplaköku og fórum því snemma heim, sem var þó rúmlega 11. En þetta var djamm, já alveg klárlega !

Morgunmatur beið á borðinu í morgun... steinbrauðið sem keypt hafði verið í handahlaupunum deginum áður reyndist svo vera eitt það besta brauð sem ég hef smakkað og borðaði ég það því fram úr hófi...
eftir að kolvetni dagsins höfðu verið innbyrt fór ég í sveitaferð. Kristín er með íslenska hesta hérna fyrir utan Stokkhólm og ferðinni var heitið að kíkja á þá og labba aðeins með hann Fjalar, hestinn hennar Emblu en hann lenti í því að stinga sig á hol með grein fyrir 2 vikum og er sárið enn að gróa. Ég vildi auðvitað koma með og skoða sveitina en ekki sjá bara borgina.

Ég var ekki svikin af þeirri ákvörðun.. veðrið var frábært, -3°C, blanka logn, heiðskýrt og allt hvítt og fallegt. þetta var GEÐVEIKT... Svo eignaðist ég góðan vin... Fjalar varð vinur minn alveg strax og vildi lítið annað gera en að elta mig á röndum og ef ég vogaði mér að labba ekki nógu hratt þá leit hann við og  athugaði með mig. ótrúlegur hestur.

En jæja... Ég var vel klædd í dag og fór því aftur í bæjarferð. Kristín skutlaði mér að Vasamuseet sem var svo ótrúlega flott að ég missti næstum andlitið þegar ég kom hinn (kannski er partur af þessari undrun tilkominn vegna þess að ég vissi ekkert hvað átti að vera í þessu safni!)... til að gera langa sögu stutta, þá er á þessu safni eitt stykki ALVÖRU og EKTA herskip frá 17. öld sem sökk í jómfrúarferð sinni og var lyft aftur upp frá botninum árið 1961 og svo lagað og endurgert (96% skipsins er þó original).

á leiðinni heim kom ég svo aftur við í H&M og hló af fólki á skautum...

Í kvöld komu öll börnin þeirra Kristínar og Eugen saman og við borðuðum hjört... ótrúlega gott með mildu villibráðarbragði. Þarf endilega að prufa þetta aftur ;)

á morgun verð ég eitthvað á flakkinu um Stokkhólm aftur og flýg svo kl 22:50 til Vaasa.
Þá verð ég komin 2 klst á undan ykkur.

myndir frá þessum 2 dögum eru komnar inn á Smugmug gallerýið, svo endilega skoðið!

hej do!
SHARE:

föstudagur, 5. mars 2010

checking... 1... 2... 3...

Jæja... um það bil 12 tímar í brottför til Stokkhólms. Þar verð ég fram á mánudagskvöld í góðu yfirlæti hjá Kristínu og Eugene (Kristín og Viðar eru systkinabörn) í miðborg Stokkhólms.
Á mánudagskvöld mun ég fljúga í rúma klst til Vaasa þar sem William tekur á móti mér (fyrrum skiptinemi frá Novia, Vaasa), hann verður búinn að fá lyklana að herberginu/íbúðinni (ég veit seriously ekki í hverju ég mun búa!) og með survival boxið sem ég hef pantað... Þetta survival box er í rauninni alveg bilað fyndin snilld ! Þar sem ég leigi húsnæði með húsgögnum þá fylgir víst lítið annað en húsgögn með... í þessum kassa er því allt sem ég ætti að þurfa til að búa í húsnæðinu.. eins og sængurver, lak, skeið, gaffall, flöskuopnari, ausa, panna, pottur, skæri osfr osfr... ég veit.. haha. skondið helvíti ! :) En held að það eigi eftir að reynast nauðsynlegt að hafa þetta.



En aftur að Vaasa... 
Hérna á kortinu má sjá Vaasa... 
og hér má sjá vefmyndavél frá Vaasa ef þið viljið sjá hvernig veðrið sé. Skv spám þá er bara -5-7 stiga frost í næstu viku sem er mér áætur léttir þar sem að ég var farin að fá martraðir um að ég stæði í -20 frosti að bíða eftir strætó, en þannig var veðrið í síðustu viku. 

Annars er margt óljóst fyrir utan þriðjudaginn, ég veit  nokkurnveginn hvernig hann mun vera en ég mun segja ykkur seinna hvað planið er. Samkvæmt leigusamningnum á að vera internet þarna sem ég verð og ég vona að það standist :) það er amk gufubað (auðvitað) 

Núna ætla ég að skella mér á árshátíð Slysa og Bráðasviðs LSH... vúhú !

þangað til næst

bæbb
SHARE:
Blog Design Created by pipdig