mánudagur, 27. október 2008

Helgin...

kom og fór... mér til mikillar furðu..

Viðar kom á fösturdaginn, og mamma og pabbi og Þráinn og Jobbi... jæks. það var full íbúð af fólki hérna í bænum um helgina. Mamma og Þráinn voru á Björgun 2008, pabbi var að setja upp ljós í eldhúsinnréttinguna mína, Jobbi var aðallega í því að kúra hjá hverjum þeim sem var heima og ég og Viðar dunduðum okkur við hitt og þetta.

Á laugardaginn kíktum ég, Viðar og Arnar og Ingvar bræður hans á Café Rósenberg og hlýddum þar á Ljótu Hálvitana láta hálvitalega í 3 tíma. Góð skemmtum :)
SHARE:

mánudagur, 20. október 2008

klukk

Ég hef aldrei verið neitt hrifin af klukki en... hérna hafiði þetta 

1. Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
- Kokkur á Hóteli
- Afgreiðsludama í búð
- Au-pair í Englandi
- Skógræktari

2. Fjórar íslenskar bíómyndir sem ég held upp á:
- Mýrin
- Englar alheimsins
- Sódóma
- Köld Slóð

3. Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Vík í Mýrdal
- Hafnarfjörður
- England
- Reykjavík

4. Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Danmörk
- Írland
- Spánn
- England

5. Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- House
- Greys anatomy
- Bones
- Allir CSI

6. Fjórar síður sem ég skoða daglega:
- mbl.is
- Visir.is
- perezhilton.com
- Facebook.com

7. Fernt matarkyns sem ég held upp á:
- Pizza
- Hamborgarahryggur
- Humar
- Saltkjöt

8. Fjórar bækur/blöð sem ég held upp á/les oft:
- Hannibal bækurnar
- Matreiðslubók Nönnu
- Arnaldar bækurnar
- Fundimentals of nursing

9. Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- Bandaríkin
- Heima uppí rúmi
- Heima í Vík
- England

10. Fjórir bloggarar sem ég á að klukka:
klukka ekki neinn
SHARE:

föstudagur, 17. október 2008

Allir sem einn útrásarbófarnir









Allir sem einn útrásarbófarnir.

Úr munnvikum þar lygin lak
Útskeifur og svalur
Þóttist hafa á öllu tak
Kjaftaglaður halur. 


Höfundur vill ekki láta nafns síns getið

þetta ljóð var ort eftir Kastljós í vikunni, þar sem birt voru gömul viðtöl við framámenn bæði útrásarmenn og pólitíkusa.

lesið þetta ljóð nokkrum sinnum og sjáið að það er þónokkuð til í þessu, ef þið horfðuð á þennan Kastljós-þátt á annað borð. Því miður vill höfundur ekki láta skrifa sig við ljóðið en hann er mér þó nokkuð skyldur...

ritgerðarkveðja
Ragna 
SHARE:

miðvikudagur, 15. október 2008

fyrir karlmenn sem vilja hefja sambúð...

Nýtt námskeið á Bifröst.... einungis fyrir karlmenn
Hvert námskeið tekur tvo daga og efnið er eftirfarandi:


HVERNIG Á AÐ FYLLA ÍSMOLAMÓT ?
Skref fyrir skref með glærusýningu.

KLÓSETTRÚLLUR: VAXA ÞÆR Á KLÓSETTRÚLLUHALDARANUM? Hringborðsumræður.

MUNURINN Á RUSLAFÖTUM OG GÓLFI
Æfingar með körfuefni (teikningar og módel).

DISKAR OG HNÍFAPÖR: FER ÞETTA SJÁLFKRAFA Í VASKINN EÐA UPPÞVOTTAVÉLINA?
Pallborðsumræður; nokkrir sérfræðingar.

LÆRA AÐ FINNA HLUTI
Byrja að leita á réttum stöðum í stað þess að snúa húsinu við gargandi -
Opin umræða.

TÓMAR MJÓLKURFERNUR; EIGA ÞÆR AÐ VERA Í ÍSSKÁPNUM EÐA Í RUSLINU?
Hópvinna og hlutverkaleikir.

HEILSUVAKT; ÞAÐ ER EKKI HÆTTULEGT HEILSUNNI AÐ GEFA HENNI BLÓM
PowerPoint kynning.

SANNIR KARLMENN SPYRJA TIL VEGAR ÞEGAR ÞEIR VILLAST
Sönn saga frá manninum sem spurði til vegar.

ER ERFÐAFRÆÐILEGA ÓMÖGULEGT AÐ SITJA ÞEGJANDI MEÐAN HÚN LEGGUR BÍL?
Ökuhermir.

AÐ BÚA MEÐ FULLORÐNUM; GRUNDVALLARMUNUR Á ÞVÍ AÐ BÚA MEÐ MÖMMU ÞINNI OG MAKA
Fyrirlestur og hlutverkaleikir.

HVERNIG Á AÐ FARA MEÐ EIGINKONUNNI Í BÚÐIR
Slökunaræfingar, hugleiðsla og öndunartækni.

AÐ MUNA MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR OG AÐ HRINGJA ÞEGAR ÞÉR SEINKAR
Komdu með dagatalið þitt í tímann.

AÐ LÆRA AÐ LIFA MEÐ ÞVÍ AÐ HAFA ALLTAF RANGT FYRIR SÉR
Einstaklingsráðgjöf og samtöl.



Skráning er hafin í s. 666-9999.


-Viðar, þú ert kominn á biðlista og vonandi kemstu að fyrir jól... þetta er víst svaka vinsælt :)

SHARE:

þriðjudagur, 14. október 2008

aah...

líður alveg yndislega... er ánægð eftir góða helgi og það að Viðar gat verið einum degi lengur hjá mér var alveg æði :) borðuðum bara saman og spiluðum trivial með kveikt á þriðja tug kerta :) ... Hlakka til að geta gert þetta oftar... vonandi verður það sem fyrst...

Verkefnin gætu sligað mann þessa dagana... Ég er á SPSS (tölfræðiforrit) námskeiði alla vikuna sem líkur með prófi á föstudaginn... Ég skilaði úrdrætti á grein í dag fyrir umræðutíma í Vöxtur og Þroski og næst á dagskrá er síðasti umræðutími vegna verknámsins á morgun þar sem ég mæti með viðtalið sem ég tók fyrir 2 vikum (klst langt) og er búin að pikka það allt upp, greina og finna þemu í innihaldi þess... Þarf svo að skila lokaverkefni í verknámskúrsinum Hjúkrun langveikra fullorðinna sem er þetta viðtalsverkefni með fræðilegum heimildum og úrvinnslu á því ásamt útskriftarverkefni sem við gerðum eftir að hafa farið í heimsókn til sjúklings sem hafði útskrifast af deildinni okkar á meðan við vorum þar í verknámi...
jú og á mánudaginn verðum við nokkur í bekknum að vera búin að hittast, lesa grein, búa til spurningar og undirbúa Panelumræður sem eiga fara fram á mánudaginn... 
Þetta er samt ekki allt... Ég er að vinna á fimmtudaginn, Slysó-bráðadeildar-slökkviliðspartý er á laugardaginn og ég er að vinna á 11-E á sunnudagsmorguninn...

það verður bara gaman þegar ÞESSI törn er búin ... aaah. 
Nokkrar slíkar eru samt eftir og einhver heimapróf, heimadæmi stórt verkefni í vöxtur og þroska og meiri greinar til að lesa :) 

áður en ég veit af þá verða komin jólapróf! þetta árið eru prófin frá 3. des til 10. des sem er virkilega jákvæð breyting frá því í fyrra þar sem prófin voru búin 21. desember, á föstudegi fyrir jól... (ég fæ ennþá taugahnútstilfinninguna í magann) 

allt er samt gott að frétta.. 

Árún mín kemur til Íslands á morgun og Bróðir minn fer til Danmerkur á morgun ( til Århus meira að segja... haha) Amma er ágæt og ég er hamingjusöm :)

Síðu helgi kíktum við vinkonuhópurinn í virkilega flottan bústað Rafiðnaðarsambandsins við Apavatn og makarnir fylgdu með (mis-seint þó).  Potturinn var nýttur, farið var í salthnetu og rúsínu-slag, kökur voru bakaðar (TVISVAR) og nautakjöt með öllu var framreitt...
spiluðum líka partý og co og hlegið að hve fólk gat verið seint að fatta stundum :) 
takk elskurnar :)


SHARE:

föstudagur, 10. október 2008

veiveivei

Er að fara í árlega sumarbústaðaferð með Rósunum.... saumaklúbbnum mínum :)

þetta árið er ferðinni heitið upp að Apavatni og mökum boðið að vera með..

Reyndar kemst Viðar ALLS ekki fyrr en á laugardagskvöldið en þetta er bara svo löngu planað að hann fær fáar afsakanir og skal koma þá :) 

jæja, best að halda áfram með aðstandandaverkefnið í krabbahjúkrun til að geta farið að leggja af stað.

c ya all

SHARE:

þriðjudagur, 7. október 2008

mér finnst...

... furðu gott að blogga þegar ég er VIRKILEGA pirruð, og líka þegar ég er sár, reið, leið, osfrv...

tilfinningablogg má kannski kalla þetta? Bloggin eru samt oftast ágætlega dulbúin (þó alls ekki alltaf).

tilfinningablogg dagsins á að fjalla um ...

****eytt út *****

btw... ég er búin að fá ÓGEÐ á Krepputali... og þó að ég skuldi ekkert eða á engin lán í erlendri mynt eða er að fara á hausinn þá er ég samt komin með kvíðahnút í magann...
og eitt það versta er ... að þessu krepputali er ekki NÆRRI lokið. ó nei elskurnar, þetta er rétt að byrja og við eigum eftir að tala um þetta alla ævi ... náið í pennann og blýantinn og farið að hjálpa til við að skrá þennan sögulega atburð sem við erum að verða vitni að. 


SHARE:

fimmtudagur, 2. október 2008

Framtíð og heill íslensku þjóðarinnar er í húfi...

.... jakk!!

Alþingismennirnir og forsætisráðherrann hljóta allir hafa flett upp í "bók klisjusetninga" og flytja núna ræðurnar sneisafullar af þessum klisju-setningum og hljóma allir svo prest-lega að mig langar að tuldra ofan í bringuna á mér "amen" eftir að hver og einn hefur lokið orði sínu. 

Geir H. Haarde hefur greinilega fengið endurútgefinn lyfseðil upp á bjarsýnispillurnar sem hann hefur verið á síðustu 4 mánuði og Steingrímur J. Sigfússon er PPPPirrraður (eins og heyrist svo skemmtilega í leikritinu Fló á skinni þessa dagana í Borgarleikhúsinu og þið ættuð öll að sjá). Já. Steingrímur er virkilega PPPirrrraður og hefði getað dregið predikunar (amen) ræðuna saman í 4 orð.. " I TOLD U SO! " 

Ég ætla nú ekki að tala um þetta neitt of mikið samt :)

Til að rifja upp síðustu daga og síðustu helgi þá kom Viðar síðasta föstudag, frekar seint fyrir minn smekk samt og við kíktum á KFC svona í tilefni þess að það var komin helgi. 
á laugardaginn þrömmuðum við um allan laugarveg vopnuð plakötum og bæklingum og er ég núna búin að skila af mér Þjóðleikhús-vinnunni minni... finally
Um kvöldið var svo eldaður jummý humar og er Viðar að standa sig ansi vel í eldhúsinu og að hjálpa til ... framar öllum vonum ;) híhí
Kvöldið enduðum við svo á pöbbarölti með Arnari, bróður Viðars og hlustuðum á Ingvar hinn bróðir hans spila og syngja á Dubliners 

Eins og í síðasta bloggi þá bauð ég viðar á Vox á Nordica þar sem við eyddum rúmlega klst í að raða hægt og rólega ofan í okkur frábærum Brunch .... ÞIÐ VERÐIÐ AÐ PRUFA ÞETTA ! 
Eftir að hafa kíkt á Ömmu upp á spítala og að Viðar hafi loksins hitt Döggu frænku (hvernig leist þér á hann Dagga? ) og Afa minn þá var komið að síðasta knúzinu áður en fuglinn flaug norður aftur

*þið sem viljið æla af væmni megið gera það núna*

Verknámsvika nr 2 er alveg að verða búin að verkefnin hrannast á okkur, tók klst viðtal í dag við konu sem er með langvinnan sjúkdóm... Var orðin asnalega stressuð að þurfa að taka allt upp, sitja og taka opið viðtal við konuna án þess að reyna að spurja beinna spurninga og yfirheyrsla og reyna frekar að "stíra" viðtalinu. Mestur óttinn var óþarfur enda var konan mjög hress og opin og talaði um flest allt sem ég vildi heyra. 

Ferðinni er heitið austur á morgun og á laugardaginn mun FRITZ VON BLITZ stíga á stokk á Ströndinni.. (good memories!!!! ) :)
ég ætla s.s. að syngja og skemmta mér ... plús að Helena og Pálmi halda upp á afmælin sín þar fyrr um kvöldið.

Ætla núna að einbeita mér að hinum manninum í lífi mínu (Dr. House) 

reynið nú að kommenta einu sinni !! :) 



SHARE:
Blog Design Created by pipdig