fimmtudagur, 26. febrúar 2004

Nú er ég komin í sveitasæluna, jah eða síðan í gær og er búin að slappa af eins og mér einni sæmir!!
Skipti reyndar um olíu alveg sjálf áðan (nema þegar ég gat ekki losa síuna og boltann... fékk þá lánaðar sterkari hendur en mínar...) og þvoði Trausta alveg í bak og fyrir.
Brosir hann núna breitt yfir að vera laus við tjöruna af sér.
á morgun verður svo lagt af stað í fjallaferð!!!! Jibbí
4x3 á flugi munu skella sér inn í Hólaskjól með hina árlegu Þorrablótsferð. Var Ragna auðvitað ekki búin að redda sér fari í dag þar sem hún er ennþá eyðilögð yfir því að geta ekki farið með Einsa eins og hún hefur alltaf gert. Virðist þó vera að birta yfir því að hún er jafnvel komin með far og fer annað kvöld. en með hverjum??? það kemur í ljós seinna.
en fararskjótinn verður léttur og með bensínvél.
Hver verður þetta?????
giskiði!
SHARE:

miðvikudagur, 25. febrúar 2004

helgin...

Guð hvað hvað ég átti að slappa af og safna kröftum fyrir ammilisveisluna á laugardeginum. Fór bara í heimsókn til Þorbjargar og svo var ég búin að ákveða að kíkja á Katrínu sem var heima að slappa af líka með Gullu. En þegar ég kom til þeirra hófst mikill barningur. Þannig var að Katrín átti að vera að vinna laugardagsnóttina og gat því ekki komið í afmælið á laugardeginum og var ekkert smá sorry yfir því!!! Eftir mikið tal og ves ákvaðum ég og Gulla því að fara með henni niðrí bæ á flöskudeginum og hófum að gera okkur fínar eins mikið og við gátum með stuttum fyrirvara. :) Drakk ég samt bara eitt glas áður en við vorum sóttar á einhverjum svakalegum Úrabus (súbaru afturábak) sem lét okkur svo úr við Ara í Ögri. Þaðan lá svo leiðin inn á Kaffi kúltur og hittum þar einhverja mongólíta sem við könnuðumst vel við. Svo var farið í labbitúr. Inn á Nelly's út aftur, inn á Glaumbar held ég... og út aftur, inn á Dubliners, út aftur, inn á Opus, út aftur, endðum svo undir það síðasta, ég, Gulla, Arnar Már og Katrín inn á Sólon og fórum ekki þaðan út fyrr en okkur var hent út. En það var nú ekkert skrítið því að katrín var búin að krækja sig saman við einhvern voðalegan gæja og var í miklum rökræðum við hann þarna að hann skyldi sko víst koma með henni heim! :) Gulla var samt orðin eitthvað skjálfandi þarna þar sem hún var líka búin að panta gistingu hjá Katrínu og enginn áhugi af hennar hálfu í orgíu þó svo að katrín og herrann voru bæði búin að blikka hana í gríð og erg. Fékk ég svo næturgest líka sem fékk að sofa í alveg rosalega flottu sængurveri... :)
Þegar búið var að taka úr vélinni og vekja næturgestinn þrömmuðum við saman niðrá laugarveg til Katrínar að sækja Trausta og eftir miklar njósnir um næturherrann hennar Katrínar fengum við ekki að sjá hann því að honum var smyglað út óséður. humm. Þegar ég var komin heim eftir allt sem ég þurfti að gera kíkti Sonja í heimsókn og hjálpaði mér að blása í blöðrurnar.... Eftir mikið más og blás í 15 min fórum við að telja blöðrurnar, þær voru bara 2.... :( vorum sko alls ekkert góðar í þessu og fyrir utan þessar 2 blöðrur afrekuðum við að telja 5 fugla og 9 stjörnur sem svifu um stofuna í kringum hausinn á okkur. svo mikið tók þetta á. Skutlaði ég svo Sonju heim til að ranka við sér. Gestirnir tóku svo ekki að tínast inn fyrr en um 9 leitið... Mætti fjöldi fólks. með fullt af gjöfum.
Sokkar ( svo að mér verði ekki alltaf svona kalt á tánum í fjallaferðum)
Malibu flaska
Passoa flaska
kokteilhristari
Vínrekki
Captain Morgan flaska
Bjór
Handþeytara
Box með dekurvörum
typpapasta
rammi með gullri setningu
hálsmen
Cintamani peysa

Held að þetta sé allt.....

Mikið var talað saman, drukkið, sungið, hlegið og reykt að ógleymdu pissi fram af svölum þangað til klukkan sló hálf 12 en þá tvístraðist hópurinn út því að við þurftum að ná niðrá Gauk á Stöng fyrir 12 til að fá frítt inn (námsmenn :) ) en þar áttu að skemmta í Svörtum fötum. Einhverjir týndust þó á leiðinni sem ég veit ekkert hvað varð um... Skemmti ég mér vel ásamt öllum hinum sem komust inn á Gauk þangað til að það varð lokað. Ég stóð í litlum hamförum en Arnar Már fann sér einhverja dúllu þarna og Rannveig lenti í einhverjum fola líka.... :) (Nú verð ég endanlega drepin fyrir að kjafta!!! ) Þegar í svörtum fötum sögðu góða nótt stukkum ég og Sonja inn á Glaumbar og dönsuðum við hvora aðra þó svo að margur óþreyjufullur karlmaðurinn hafi reynt að dansa við okkur. Var það okkar meining að eftir 4 verða allir karlmenn sem eru enn ekki búinir að redda sér kvenmanni alveg sturlaðir af hræðslu og gerast enn ágengari. Sem auðvitað hrakti okkur ungmeyjarnar hratt í burtu. Reyndar rákumst við samt á stóran og stæltan karlmann þarna inni sem hét Svavar og létum hann passa okkur.
Eitthvað voru Arnar Már, Pálmi og Sjonni farnir að skjálfa á að bíða eftir okkur þegar við loks ultum út af Glaumbar, með far heim.... í bíl.... En ekki fyrir þá..... Við redduðum okkur bara..! :) Eða Svavar herramaður þekkti auðvitað einhvern sem var að keyra og skutlaði okkur heim. Finnbogi hét driverinn og vildi endilega ekki kíkja með Svavari inn í partý..... Arnar Már og Pálmi opnuðu bara bjór þegar inn var komið en Sjonni lagðist fyrir.... Eftir stutta stund komu svo Svavar og Finnbogi aftur og var Svavar búinn að útvega sér nauðsynlegar partýminjar, eða snakk og kók, þegar klukkan fór að nálgast 9 voru allir farnir heim sem ætluðu heim og aðrir sofnuðu þar sem þeir lágu.. (Arnar á gólfinu eftir að hafa dottið af stólunum og vegna mikils hláturs ekki getað staðið upp) Sunnudagurinn fór svo nú baaaara í rólegheit eins og gengur og gerist en þreif samt allt út um kvöldið, ekki veitti af.
SHARE:

mánudagur, 23. febrúar 2004

mikið afmæli var....
þarf ég nú að ná tali af fjölda fólks til að geta skrifað um hvað gerðist... :)

SHARE:

fimmtudagur, 19. febrúar 2004

Hver hefur ekki lent á vægast sagt skelfilegum deitum.
Hér koma nokkur góð ráð fyrir þá sem virðast elta svoleiðis uppi lon og don
og hafa reynst mér vel á matar-deitum en þetta með bíó-deitin, þar virkar lang best að setjast á hendurnar á sér og sofna

Nokkur góð ráð:
1. Farðu á klósettið og svo þegar þú kemur til baka, hentu á nærbuxum á borðið, segðu að þú bara verðir að lofta aðeins út!

2.Ef að deitið borgar, pantaðu þá það allra dyrasta og tyggðu nokkra bita og hræktu þeim jafnóðum útúr þér!

3.Spurðu deitið hvað það sé með mikinn pening (ath, aðeins fyrir fátæka námsmenn)

4.Afsakaðu þig til að fara á klósettið, farðu til yfirþjónsins og biddu um annað borð annarsstaðar í húsinu. Sestu þar og pantaðu aðra máltíð. Svo þegar deitið loksins finnur þig, kvartaðu yfir hvað hún/hann var lengi á klósettinu!

5.Vertu með mikla kippi um allan líkamann, svo þegar þú verður spurður um þetta, láttu einsog þú vitir ekki hvað er verið að tala um ! (skemmtun á heimsmælikvarða)

6. Stattu upp á 5 mínútna fresti, og hermdu eftir flugvél og fljúgðu nokkra hringi í kringum borðið (þessi virkar alltaf vel!)

7. Pantaðu eina fötu af steikingarfeiti

8. Biddu um vaxliti og litabók
SHARE:
þar sem enginn vill líklegast syngja fylil mi ætla é bala a djéla sa sjálf....
é á ammilí dag
é á ammilí dag
é á ammilí .. é sjálf....
é á ammilí í dag

SHARE:

miðvikudagur, 18. febrúar 2004

Jæja. díllinn á gauknum er sá að allir úr ammilinu fá frítt inn!!!!!! (eeef þeir koma inn fyrir kl 12) svo að við skulum ætla að partýið megi byrja á SLAGINU hálf 8
:)

SHARE:
Jæja, þá er komið að því....
ég á ammili á morgun!! :)
í tilefni af því þá ætla ég að halda upp á þennan atburð með fæðingardagsteiti þann 21. feb heima hjá mér og öllum er boðið.... (sem ég þekki ) er búin að senda út hóp-sms en er auðvitað ekki með alla í símaskránni sem mega koma. Planið er svo að fara eftir partýið (um hálf 1) á Gaukinn og sletta þar ærlega úr klaufunum langt fram eftir öllu, á eftir að tékka á hvort að það sé einhver díll í sambandi við aðgangseyri ef að maður heldur upp á afmælið sitt þar en ég læt ykkur vita hérna á síðunni. fyrir meiri upplýsingar sendið mér sms eða hringið (8660781) ...
Lítill fugl hefur hvíslað því að einhverjar veitingar gætu orðið en mjög litlar ef einhverjar verða svo að þið verðið að koma með ykkar eigið.
Vonast til að sjá ykkur öll!!!
knús og kossar
Ragna BJörg
SHARE:

mánudagur, 16. febrúar 2004

Eins og ég sagði átti helgin mest megnis að standa í hljómsveitaræfingum og var það engin lygi. á föstudeginum var slegið til einnar slíkrar þó að Fúsa hafi vantað en kvaðst hann hafa orðið veikur á því þegar ég dró hann út í göngutúr á miðvikudeginum og var því heima fárveikur.
Föstudagurinn fór svo í lítið annað en æfingar enda voru þær 2 ! Skal ég viðurkenna það að mig dauðlangaði að fara á Tunguball til að hitta alla bullustertana þó svo að enginn einn standi upp úr sem olli ákafa mínum :)))) Var það svo ákveðið um kl 7 að ég myndi rjúka upp að Ásum þegar ég væri búin á æfingu og fara svo með Jóni Hilmari þaðan. pís of keik...
Þegar við komum á ballið voru skemmtiatriðin ekki búin svo að ég fékk að hita á mér tærnar í karríbílnum hans Sigga Mæjó á meðan.
Loks hófst ballið og var dansinn stiginn að vanda... Margt var um drukkinn furðufuglinn og mikið gaman. Þegar líða tók á kvöldið var Rögnu svo farið að verkja óverulega mikið í lappirnar og klst seinna ákvað hún að leita uppi Jón Hilmar og fá að fara í varaskóna sem hún geymdi í bílnum hans. en viti menn! hann var nú farinn að sofa heima hjá sér og það fyrir löngu. Hvað átti ég þá að taka til bragðs?
Nú auðvitað eru til lausnir við flestum vandamálum og sá ég mér þann kost vænstan að fara úr spariskónum og dansa berfætt eins og frumbyggjarnir þó svo að mikil hætta væri á aðskotahlutum... EFtir nokkuð tvist var ég dregin inn á karlaklósett og fengnir þar sokkar af miklum herramanni. :)
Þegar heim var komið stóð mér til boða 1,0 m rúm eða 1,40 m rúm og´valdi það 1,40 en með því fylgdi eitt stykki strákur og gat engan veginn valið úr neinu úrvali.... Svona er lífið...
lítið markvert gerðist svo í framhaldi af því.... Var komin til víkur um 2 og kíkti á körfuboltaleikinn, félagsfund hjá Björgunarsveitinni og svo einu sinni hljomsveitaræfing í viðbót....
Haldið var svo heim....
SHARE:
Loksins loksins loksins
komnar myndir!!!!!!
SHARE:

föstudagur, 13. febrúar 2004

Sorry að ég er ekkert búin að skrifa í dag. Tafðist aðeins í KRUFNINGU :)
Ógeðiskennd mín er ekkert voðalega mikil og því fannst mér alveg skuggalega gaman að fá að kryfja í dag, Skoða þetta allt saman og skilja þetta mun betur. Eitt var það nú sem lét mig fá aðeins klígju en það var lyktin...Hún var alveg rosaleg! Úrbeinuðum læri og týndum flest öll líffærin úr henni. Komumst samt ekki að heilanum þó að við reyndum. ! Er nú að fara að leggja af stað heim...
SHARE:

fimmtudagur, 12. febrúar 2004

„Maður fannst látinn við hafnargarð sunnan við Netagerðina í Neskaupstað klukkan 11 í gær. Líkið var pakkað inn í plast og var farg fest við það. Við skoðun komu í ljós áverkar. Líkið er af karlmanni af evrópskum uppruna en ekki hafa verið borin kennsl á það enn. Málið er rannsakað sem vofeiflegt mannslát og er rannsóknin unnin í samvinnu við ríkislögreglustjórann og tæknideild lögreglunnar í Reykjavík.

Pæliði í þessu.... Þetta er helvíti magnað.. þetta hlítur að vera leikmunur í einhverri kvikmynd sem var tekin upp þarna í Norðfirði því að þetta er andskoti mikið eftir bókinni. En ef ætti að fara eftir bókinni á hvernig hiðfullkomna morð ætti að vera væri það nokkurnveginn svona. Myrða, lík, losa sig við líkið en það sem er ekki eftir bókinni er það að það á ekki að finnast!
Grey kafarinn sem fann líkið! ég myndi ekki þora að fara ofan í vatn aftur nema að það væri í baðkeri eða sundlaug eftir að hafa rekist á lík í höfninni syndandi þarna um
SHARE:
jæja góðan dag.
ég get náttúrulega aldrei verið þar sem ég á að vera hverju sinni.... Heyrði í arnari og frétti að hann þyrfti að fara í yndisheimsókn á Selfoss :) og ég ákvað að renna með honum og fara á fyllerý með fúsa... og svo var ég náttúrulega strönduð á selfossi eins og einhver harðfiskur þar sem að Driverinn var eitthvað að segjast ætla að gista... en hvað með það, ég myndi örugglega finna mé einhvern strák. Ég og Fúsi sátum yfir America's next top model og kláruðum allan bjórinn, þá var bara dry vodki málið. Dró ég drenginn svo út í labbitúr. Stoppuðum í Horninu og keyptum okkur birgðir af nammi svo að við yrðum ekki úti ef það rynni af okkur. Komum svo við í Heimsókn hjá Hugborgu og Steina sem voru alveg himinlifandi eftir að hafa losnað við bílaflotann sinn og fengið í staðinn Ofur-Polo með keppnisvél. (1400i) :) Fylgihlutir eru lúgur undir fótum farþega til að hlaupa með þegar bíllinn fer upp stórar brekkur eins og Kambana. Þegar búið var að henda okkur út gerðum við okkkur grein fyrir því að fyrir framan okkur var leikvöllur! Eftir að fúsi hafði hoppað úr rólunni í stóran svellpoll og ég brotið hengibrúna fórum við í París. Þurftum samt að hafa leikhlé þegar við vorum komin á reit númer 3 til að rifja upp leikreglur.
Krakkarnir á Vistinni voru svo heimsótt og svo lá leiðin bara............... en ANYWAY, kvöldið var mjög skemmtilegt framan af.
Fann mér á endanum strák til að gista hjá og þurfti því ekki að sofa á róluvellinum. Vaknaði svo ALLT of snemma í morgun til að komast í bæinn en ég þurfti ekki að mæta í tíma fyrr en 10... ZZZZzzzz man nú eitthvað lítið eftir að hafa komið hingað heim.
Langar voða til að kíkja á Dúndurfréttir í kvöld á Gauknum....
Við sjáumst kannski þar.
SHARE:

miðvikudagur, 11. febrúar 2004

ætla ekki að vera með neitt vesen er orðin þreytt á einhverju bulli.... comments er ekki til að koma með einhver leiðindi, ekkert bull, og ekkert um eitthvað sem kemur textanum ekki við. búin að henda út því sem ég vil ekki hafa en haldiði samt áfram að skrifa í comments, bara eins og þau sem eru inni núna, einhver skemmtileg og eitthvað sem einhverjum langar til að lesa. ég er ekki að skrifa blogg til að auglýsa mig eitt eða neitt, bara hvað ég er að gera og ég er bara ég... so sorry. misskilin allt of oft (sem oftast er vegna þess að maður talar ekki út hlutina) en Hæ, ég heiti Ragna :)
SHARE:

mánudagur, 9. febrúar 2004

Mikið er dýrt að lifa hénna í Rvk... VARÐ að fara í bónus og kaupa það sem vantaði og það var ekkert lítið þegar ég fór að tína það til. Komst að þeirri niðurstöðu þegar ég varð að borða kjúkling sem ég fékk að heiman einan og sér því að það var EKKERT til, og það fáa sem ég fann í ísskápnum var einfaldlega útrunnið... fæ ekki mikið hrós fyrir húshald í dag.... en er nú aldeilis búin að redda þessu núna :) lenti svo næstum í árekstri þegar þekktur brjálæðingur gerði þá tilraun til að keyra mig niður á Sæbrautinni á þessum líka rosalega skítuga bíl.... Hann var eiginlega bleikur... ekki ljósbrúnn... svo þegar hann sá skelfingarsvipinn á stelpunni á litla hreina bílnum með alla Bónuspokana hliðina á sér sá hann að sér því að það yrði stórtjón ef innihald þeirra myndi skemmast og lét frekar stóra brúnavatnsgusu skella á hliðinni svo að minn yrði jafn skítugur og sinn.... :) en þessa verður hefnt seinna!! hehehehehe.

Keypti einhvert lauf ( með svona með lykt til að setja um spegilinn) sem átti að vera með jarðarberjalykt og pakkinn var svo þannig útbúuuinn að maður gat engan veginn fengið demó lykt.... lét samt vaða. Hefði ekki átt að gera það... Nú lyktar bíllinn eins og túbutyggjó eða eins og rauður hlaupkall....
SHARE:
jæja góðan blessaðan og stressaðan daginn.
Burraði beint til víkur eftir skóla því að ég þurfti að mæta á hljómsveitaræfingu þó svo að Rútur þurfti að hitta pocket rocket í rvk og komst ekki ... Einsi stökk bara í skarðið á meðan í smá stund. Mikið var nú lítið gert af sér á flöskudeginum og ekki einu sinni smakkaður bjór. (og ég sem gaf blóð á fimmtudeginum :) ) Þurfti líka að hvíla mig þar sem að ég var búin að ákveða mig að fara í bæinn um 3 leitið á laugardeginum í partý hjá Katrínu, Ásrúnu og Svönu, var voða spennt en það var víst alveg CRAZY veður þar, myndi þetta takast???.
Auðvitað var svo hljómsveitaræfing snemma á laugardeginum attur og þá byrjaði allt að fara úr böndunum. Eftir að ég og Fúsi vorum búin að þvo bílinn minn fór hann að tala um það að hann væri að fara á þorrablót á Ketilsstöðum og var eitthvað sorry yfir að vera að fara einn og myndi ekki skemmta sér so vel líklega.... ég spurði hann þá afhverju hann hefði ekki boðið mér með...... hann hafði bara ekki fattað það :( Svo lét ég þau orð flakka að ef hann reddaði mér miða (Og það voru bara nokkrir tímar í blót) þá myndi ég koma með honum. þið getið svo giskað á framhaldið. ég fór ekki í partý hjá stelpunum :( heldur bjó til góða klaftasögu með því að mæta sem partnerinn hans fúsa á blót, dansaði svo af mér lappirnar í gömlu dönsunum... :) komst svo heim einhvernveginn mjög sátt, ánægð og xxxx já og þreytt.... MEN hvað var gaman!!!!
Sunnudagurinn fór svo í klappstýrustörf.
SHARE:

föstudagur, 6. febrúar 2004

Kalli Bjarna vann Idol. komst að því áðan. Thank god fyrir mömmur með videotæki og rec-takka.

Nú er leiðinni heitið austur á bóginn. vona að veðrið skáni EKKI!!!
SHARE:
verkjaraklukkurNAR sváfu ekki yfir sig.
stillti 2 í gær til að sofa ekki yfir mig í stærðfræðiprófið í morgun. faldi svo aðra svo rækilega að ég var næstum búin að tapa vitinu á að henda drasli ofan af henni áður en ég fann hana og gat látið hana hætta að garga.
Var öllu viðbúin þegar ég þurfti að fara út í morgun og setti á mig snjóþrúgurnar, vettlingana og fór í útigallann áður en ég hófst handa við að ná skóflunni úr skottinu til að moka trausta upp sem enn einu sinni hafði grafið sig í fönn. minnið mig á það að senda ekki næsta bíl sem ég eignast á skyndihjálparnámskeið. Hann lærir bara einhvern óskunda sem hann notar í tíma og ótíma.
Bila- til að koma í veg fyrir slys
grafa sig í fönn- tjah veit ekki til hvers en hann er vísast til skíthræddur við snjó (ætti nú að vera farinn að kannast við hann eftir 2 ár í eigu Rögnu)
hósta og ropa- vökvaskortur
og
innsog (gefur þá frá sér þannig hljóð að það virðist sem að vélin sé að fara upp úr húddinu) - þarf að hita sig upp eins og alvöru íþróttamenn
Allavegana

er komin heim eftir vikulega skýrslu á mætingu og sé fyrir mér Idol á spólu þangað til 11,10 þegar næsti tími byrjar.
(believe it or not. er ekki búin að sjá lokaþáttinn i Idol. hver vann?!)
SHARE:

fimmtudagur, 5. febrúar 2004

kíkti á vedur.is og svo virðist sem svo að þetta veður hafi verið partur af prógrammet... ætla hér með að fylgjast betur með veðrinu svo að ég endi ekki með nefið út í snjóskafli oftar á morgnana. Er búin að ná í útigallann, vetlingana og húfuna og rúðusköfuna úr bílnum og raða því hérna innandyra því að það spáir einhverri snjókomu á morgun líka og nú skal ég verða tilbúin til að skafa bílinn án þess að eiga þá hættu á að fá kalsár. (hef heyrt að brjóst séu í miklum áhættuhópi ! )
Fór líka á hvellur.is þar virkaði linkurinn ekki yfir snjókeðjur en ætla að koma við í bræðrunum ormson á leiðinni í skólann á eftir og athuga með hitablásara. Svo gæti ég leigt hann út til þessara hjólamanna sem gráta nú þar sem að klakinn var að fara :)
SHARE:
og Vekjaraklukkan svaf yfir sig.... og ekki nóg með það heldur þegar ég var búin að boozta í hálfslíters sprite flösku rauk ég út og BAMMM Það var allt út í snjó... bíðiði við var þetta partur á prógrammet?! SVo að ég og trausti hoppuðum og skoppuðum, skrönsuðum og flekkrekuðum alla leiðina í MH. ætla að koma við í Hvelli á eftir og kaupa mér keðjur... :)
SHARE:

þriðjudagur, 3. febrúar 2004

Vitiði eitt.....
É verð 19 þann 19. febrúar....
sem er aðeins eftir 15 daga og 30 mín.

ég er samt ekkert voða góð í reikningi sem sést á einkunnunum mínum í stærðfræði (sérstaklega einkunninni í stærðfræði 303 sem var 1, í fyrra skiptið)
SHARE:
Svona er farið fyrir manni.....
maður er orðinn svo fátækur á að heimsækja lækni daginn út og daginn inn að maður er farinn að grípa til örþrifaráða þegar gestir koma í heimsókn. Sonja fékk aðgang að tölvunni minni og á meðan réð Stefnir sér barnapíu, semsagt að hann stakk Dalalíf í videótækið og settist niður og sökkti sér í myndina.
Örþrifaráðið mitt var að baka handa þeim köku.. Horfði nebbla með Stefni á Follow that food á skjá 1 þar sem verið var að fjalla um appelsínur og í fátækt minni hafði ég ekki efni á að stökkva niðrí sjoppu og kaupa eitthvað heldur bakaði ég þessa líka dýrindis köku sem féll vel í kramið!! ilvolg (kakan) með ískaldri mjólk úr James böndum með blautu appelsínusúkkulaði hjúp (sem virtist vera að skilja sig á tímabili þangað til að stefnir smakkaði og þá small allt saman!!! :) ) Seinna kíkti Jón Hilmar við og kláraði kökuna. Ég á semsagt enga köku eftir til að gefa ykkur ef þið komið í heimsókn. gefið mér bara 45 mín til að baka nýja. Verðið samt að koma með appelsínu og suðusúkkulaði, rest á ég :)

Ath. endilega komiði því að þráinn missti sig aðeins í mjólkurkaupunum og keypti 4 lítra af mjólk sem rennur út allt of snemma!!!!! :) núna eru búnir 2 svo að aðeins 2 eru eftir..... svo að það er pláss fyrir annan kökuhóp.
hehe
SHARE:

mánudagur, 2. febrúar 2004

komið að framhaldi...
Jæja. Ákveðið var að vera tímanlega í öllu og þegar búið var að gera migað vitaverði og 40 síðustu heilasellurnar í mér og árúnu drepnar í 12 m stökki á Cherokee ásamt tanntöku á hval sem við skutum úti við ströndina urðum við auðvitað að kíkja á gömlu og góðu Ása þar sem inga var með eitthvað óæti í fötu til að gefa þeim líka.... Var tekið vel á móti okkur þarna eins og alltaf og hellt í okkur áfengi. ekki seinna vænna! :) Stelpurnar voru svo harðákveðnar að nú skyldu þær fara þjóðveg 1 á þorrablót að ég gat engu tauti við þær komið svo að við fórum heim í bústað og fundum okkur til.
Svo til að gera langa sögu stutta urðum við lygilega sætar og afskaplega ruglaðar og drukknar á ímynduðum tíma. Gulli kom svo og sótti okkur öskubuskurnar á ball. Auðvitað komum við akkúrat á réttum tíma þar sem valinn var þjóðvegurinn, skemmtiatriðin flugu í gegn eins og maturinn hans Atla sem við átum. :))) Missionið mitt að fylla bróður hans Jóns tókst ekki.... :( honum leist ekkert á rúðupissið sem ég var að drekka.
Dansinn var stiginn langt fram á nótt og Lúdó og Steini voru alveg frábærir. Létum við enga fulla gamla kalla komast upp á okkur þetta kvöld en við erum marnar á hnúunum eftir að hafa slegið þá frá okkur frá 1-5. Eftir að hafa drukkið snuff og snuffað vodkann var okkur hent út eins og alltaf gerist þegar böllin eru búin föttuðum við að graskerið okkar með drivernum, víninu og skónum var farinn og við búnar að tapa töfrunum þar sem málningin var horfin og fötin skítug, illa lyktandi og teygð eftir árásir karlmanna. Atli kóngur bauð okkur svo heim til sín (Allt ballið sem stóð fyrir utan húsið og komst ekki heim fylgdi með í kaupunum) Þar foru foreldrar hans á kostum!!!!! Pabbi hans eldaði fyrir okkur öll hakk (að beiðni hins hungraða Sigga Fúsa) sem innihélt allt sem hann fann held ég. Hann gaf nú ekki upp uppskriftina en nefndi þó papriku, pizzakrydd og restin af gömlum viagratöflum. Seinna þegar við klöppuðum kokkinn upp kom hann fram með sleif undir svuntunni sem skagaði svona líka aldeilis BEINT útí loftið! ég ég hélt að ég myndi þá drepast úr hlátri. Tóku þau svo dansinn með okkur áður en þau skriðu upp í rúm og báðu okkur um að lækka!! (hehe, afhverju ætli það hafi verið??? )
ÞEgar klukkan var langt gengin í 7 skutlaði Svenni okkur heim eftir að við höfðum gert Stebba í Þykkvabæ alveg ruglaðan á okkur, en hann var nú alveg helvíti hrifinn af okkur eins og hann sagði sjálfur. Gat samt ekki ákveðið hverja hann vildi.... Vildi vera með einni en sofa hjá annarri en þorði ekki að reyna við þá þriðju. Hehe. frábær kall.
Á sunnudeginum fengum við okkur þynkuborgara í skaftárskála og héldum svo bráðlega í bæinn. Árún gisti og við forum í bíó um kvöldið til að sofa yfir Haunted Mansion. Mæli ekki með henni!!!

Jibbí þarf ekki að vinna í kvöld. En adam var ekki lengi í paradís þar sem ég þarf að vinna á morgun... en money money money, það gildir...


SHARE:
jæja. Mánudagur.... :)
Helgin var mjög skemmtileg. Eftir mikið ves og of miklar áhyggjur komumst við til víkur og Inga Bryndís var meira að segja með. :) (áhyggjur okkar um að hún kæmist ekki með voru semsagt næstum óþarfar.) Þar sem að helgin var svo pökkuð þá varð rokkgellan að skella sér á eina snögga hljómsveitaræfingu og kynnti því Ingu Bryndísi og Árúnu grúppíum fyrir hljómsveitinni. Tók þarna lagið með strákunum en það heyrðist samt ekkert í mér. Gallinn var sá að kallarnir sem eiga söngkerfið sem við notum þurftu að fara með það á ball svo að eitthvað mesta hallærismix söngkerfanna var sett saman sem gerði það að verkum að það heyrðist álíka mikið í mér og ef ég hefði sleppt því að syngja í mic. en æfing er alltaf æfing :) Í vík var svo skipt um bíl þar sem að minn átti að fara í rassaðgerð.
Vorum komnar upp á Hunkubakka um 12.... Þegar við vorum búnar að koma okkur vel fyrir og vorum í því að kinda húsið (sóttum nokkrar kindur til Bjögga :) ) tilkynnti Svenni okkur það að hann ætlaði að elda upp á hóteli og koma með mat fyrir okkur. hann kom svo upp úr 1 með kassa af mat sem við vissum ekkert hvað var. Samt tókst mér að þekkja lyktina og varð svo spennt að stelpurnar gátu nú varla beðið sjálfar. Lokaði Svenni okkur því næst frammi og það áttum við að bíða. Svo var okkur hreypt inn eftir sotla stund.... og hvað haldiði! Hann var búinn að taka gestabókina og nota hana sem bakka og raðaði á hana hvítvínsglösum og bauð okkur hvítvín þegar við gengum inn svo var búið að leggja á borð 4 diska með salati og hvítlaukshumrum!!!!! VÁ hvað þetta var gott.
þegar við vorum búnar að skafa úr skeljunum og farnar að melta fundum við út að það væri nú örugglega engin leið fyrir okkur að ná okkur í mann á ballinu. Hann myndi drepast úr hvítlauksandfýlu...!!!
spurningin er.... var þetta skipulagt hjá svenna??? :)
Eftir blíða vakningu rukum við út og skelltum okkur á fjöru með Svenna, Gulla og Jóni en þeir 2 síðastnefndu fóru þarna á farartækjum á 2 hjólum með það eitt í huga að koma slasaðir til baka held ég þar sem að þeir voru ekki á skautum sem eru gerðir fyrir klaka. :)

SHARE:
Blog Design Created by pipdig